Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1916, Síða 70
3G6
Jón Óláfsson:
I IÐUN’N
Jú, aldeilis rélt; hérna rn'ún ég eiga að vera«. —
'Önnur saga segir frá þvi er hann messaði i fyrsta
skifti á Staðastað. Hann hafði skrifað ræðu sína á
laús hlöð og tölusell þau. Ilonum lá lágt rómur og
heyrðist lítt til lians. Hann var maður grannur og
pfervisalegur, mjög lotinn í herðum og skauzt fram
hálfboginn er hann gekk og er líklegt að hann hati
verið einkar kímilegur ásjmdum í hempu. Víst er um
það að sóknarfólkinu mun hafa orðið starsýnt á nýja
prestinn og þótt maðurinn ósélegur; og með þvi að
málrómurinn var lágur og framburðurinn mun hal'a
verið fremur óáheyrilegur, þá heyrði lólkið ekki lil
hans og fór að smá-flytja sig innar eftir í kyrkjunni
og að lokum kom svo, að söfnuðurinn stóð allur í
þyrpingu utan um prédikunarstólinn. Séra Hannesi
þótli þetta óviðfeldið og fór að snugga í honum og
tautaði við sjálfan sig: »Ætlar pupullinn alveg
ofan í mig?« En þarna stóð söfnuðurinn þa'r
til að ræðan var á enda. En herini lauk á nokkuð
einkennilegan liátt. Það hafði komið fát á prestinn,
þegar hann sá söfnuðinn þyrpast svona utan um sig
og misti hann ræðublöðin úr hendi sér á góllið og
tvístruðusl þau öll. Séra Hannes var ákallega nær-
sýnn og hafði því orðið að halda ræðublöðunum
þétt upp að augunum. Ilann fór samt að tína upp
blöðin úr gólíinu og var þá heldur fum á honum,
en blöðin höfðu tvístrast laus iit um stólgólíið og
var því rugluð öll röðin á blöðunum, þegar hann
hafði náð þeim saman. Hann hélt samt áfram að
’þylja upp af einhverri blaðsíðu, en þegar liann þurfti
að flettá við, var ekkert Samhengi við næstu blað-
síðu; hann fór því að reyna að raða blöðunum eftn'
tölustöfunum og nefndi upphátt blaðsíðutölin. En
loks gafst hann upp við þetla og ræðan endaði svo:
»9 og 13; ekki á það saman. Ivanske við höfum það
þá Amen«. Það heíi ég ekki frélt, livort messurnar