Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1916, Page 81
IÖUNN]
Dvöl mín i Danmörku.
377
Oehlenschláger’s og horfði á Skírdagsbardagann, þar
sem nærri lá að landar hans sigruðu sjálfan Nelson.
Hljóp þá Dönum lieldur kapp í kinn, og ekki sízt
hinum ungu slórskáldum. Voru þá andleg aldamót
á Norðurlöndum. Skömmu síðar tóku þeir Oehlen-
schláger »skírn og trú rétta« af hinum andríka
Stefjens — eins og kunnugt er —; og þá byrjaði hin
rómantiska stefna í Danmörku að heilla hug manna,
enda var skynsemdaröldin þá aðfram komin. Jón
sagnfræðingur lýsir svo rómantisku stefnunni: »Gleði-
boðskapur sá er Steífens ilutli, var sú stefna í bók-
mentunum, sem nokkrir ungir og andríkir menta-
nienn og skáld á Þýzkalandi höfðu kveðið upp með
eigi alls fyrir löngu. Steffens var einn af forvígis-
niönnum þeirrar slefnu. Aðalkjarni hennar var í því
fólginn, að draga hina himinbornu list út úr öllu
samneyti við hið smásmuglega og tilbreytingarlausa
hversdagslíf, lyfta sálunni upp á við og visa henni
leið til hins æðsta og göfgasta, sem mannsandinn gat
hugsað sér; hún átli að vagga sér í háleitum hug-
öiyndum og Ijúfum draumum, í dýrðlegum vonum
°g óslökkvandi þrá eftir einhverri undraveröld, sem
ekkert mannlegt auga hefir séð, og úr þessu sam-
öeyli átti sálin aftur að rísa hreinni og hressari eins
°g úr nokkurs konar endurnýungarlaug. Skáldskap-
nrinn og lítið var tvent ólíkt eftir þeirra kenningu.
Náttúrunnar dularfulla ríki varð eins og einhver lif-
nndi vera í augum þeirra, fult af alls konar kynjum,
sýnileg ímynd hins æðsta eilífa vaids, sem stöðugt
hreytir sér í henni. Þeir leituðu sér að yrkisefnum
Iangl fram í horfnar aldir, grófu upp hinar elztu og
nljósustu þjóðsagnir um frumaldir og gullaldir þjóð-
anna.------Aðalkostur þessarar stefnu var sá, að hún
leiddi þjóðirnar al'tur að sjálfum sér, uppruna sinum,
forfeðr um og lornmenjum — fjársjóðum, sem liöfðu
leynsl í fórum þeirra öld fram af öld«.