Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1916, Side 88
Matlh. Jochumsson:
| IÐUNN’
384
miklum llokki Dana sama lislaskoðun, sem Brandes
var einna fyrstur talsmaður fyrir. Fyrir fáum áruin
átti ég tal við danskan fagurfræðing, og barst Brandes
í tal. »Honum fylgja nú fáir«, svaraði hann, og bælti
svo við: »En listinni fylgjum vér eins og liinir eldri,
og sannleik og virkileik lieimtum vér, og fyrir þá
sök þurfum vér sí og æ að auka þekkingu vora;
undir henni er alt komið«. Mér fanst að þar talaði
enn gamli Brandes, enda sá ég nýlega fyrirlestur hins
sama unga rithöfundar um stefnur nútímans. Þar
endar liann mál sitt á þessum orðum: »Njöttu og
starfaðu!« Aftur gamli Brandes! Mér datt í hug að setja
skyldi í staðinn orðin: »Trúðu á tvent í heimi«, eða:
»Trúðu á eitthvað og starfaðu í þess nafni!«
Eg komst í persónulega viðkynning við Georg
Brandes sumarið 1885 og lieíir sá kunningsskapur
varað síðan. Hann er manna þýðastur og skemti-
legaslur og fullur af fyndni og livers konar andríki.
Eiginlega djúpvitur er hann ekki; til þess að leggjast
djúpl er hann of háður skapsmunum sínum, eins og
meðal annars kom skemtilega fram, svo alþýða skildi,
þegar Iiann deildi við Höll'ding um Nielzsche; þóttist
B. í honum hafa fundið laglegan gullíisk. En H. kvað
óðara upp þann dóm um Nietzsche, sem allsherjar-
skoðun manna liefir nú staðfesl. Hinn helsjúki skáld-
spekingur bygði að vísu belur en hann vissi, því
með »Umwertung aller Werle« slakk hann á kýli
liinnar róllausu og rolnu siðmenningar, sein nú birt-
ist öllu mannkyni í heimsófriðinum.
Það var og sumarið 1885 að við Hannes Hafstein
sátum að borði lijá Brandes og engir fleiri. Og er
minst varði komu telpur Brandesar heim frá skóla;
og þegar hann hafði afgreill þær, segir hann við mig:
»Nú, prestur góður, þcssar telpur eru sí og te að
fipa fyrir mér og tala um þennan Jesús; — hvað a
ég að segja þeim?« »Nei, doktor, mér íinst að þér