Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1916, Qupperneq 91
IÐUNN]
Kitsjá.
387
(iýpstu og dýrustu strengi. En ég sagðist skyldu liafa pað
til marks, hvort sá sem fenginn var til að velja í úrvals-
útgáfuna liefði reglulegt vit á skáldskap eða ekki. Svo las
ég nokkrar snildarþýðingar eftir Matth., par á meðal Burps
o. 11., og síðast erfdjóðin eftir séra Eggert Ólafsson Brím
(III, bls. 162).
Þetla var nú á miðsumri. En á gamlárskvöld, einmitt
þegar verið var að hringja úl gamla árið, barst mér bókiiv
sem átti að kanonisera — helga þetta góða, gamla þjóð-
skáld vort og gera hann dýrðlegan. Mjög svo fíkinn
og fullur eftirvæntingar settist ég niður i hornstólinn
minn. Ilugði ég, að þjóðskáldið kæmi nú, búið pelli og
purpura sinna dýrustu ljóða, lilaðbúið í skaut niður. En,
sjá — inn til min kcmur kjagandi alment isl. tækifæris-
skáld með fangið fult af minnum og erfiljóðum. Engin til-
raun gerð til þcss að gera manninn dýrðlegan eins og
liann átti þó svo marg-, marg-skilið!
Vilanlega byrjar útgáfan á Lofsöngnum ódauðlega —
hann hljómaði nú svo undursamlega í eyrum mér í
klukknakliðnum, eins og einhver vígsluathöfn ætti að fara
fram —, og svo — á íslandsvisunum, sem eru svo sannar
og fagrar. iín næstu kvæðin eru undir eins minni, minni
og aftur minni, íslandsminni, aldarminni, jólasálmar, skóla-
minni og allur skrambinn annar. Pað þarf að leita ailar
fyrslu 50 bls. til þess að finna stór-verulegt kvæði eins og
»Skagafjörð<(. Og þó hefir það ekki mált sleppa óskemt úr
höndum útgef. Þar lítur skáldið:
fjörðinn, vötnin, Hólmann, liliðar,
en ætti að slanda:
fjörðinn, Vötnin, Hólminn, hlíðar.
f-g veit ekki belur en hér sé átt við Héraðsvötnin i Skaga-
firði, og að hann heiti »Hólmurinn«, skeiðvöllur þeirra Skag-
firðinga, en þá lítur maður Hólminn, en ekki Hólmann.
En þella eru smámunir móts við alt valiö á kvæðunum og
niðurröðun þeirra; þvi að nú koma aftur minni, minni,
þangað til komið er að þjóðhátíðarminnunum, sem llest
cru góð og auðvilað liefðu átt að standa fremst, næsl lof-
söngnum, þar sem Matth. var aðal-þjóðhátíðarskáldið, auk
Steingríms, og tók þá fyrst að verða verulegt þjóðskáld..