Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1921, Page 14

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1921, Page 14
252 Gísli Skúlason: IIÐUNN að svo miklu þyrfti ekki af að létta, þá væri það auðvitað því betra. Sjálfsagt væri, að læknar við sjúkrahúsin fengju að eins embætlislaun, en ekki sérstakt gjald fyrir læknishjálp, hvort sem þessi laun svo greiddust af tryggingarsjóðnum eða ríkissjóði. Skiftir það í því sambandi engu máli, hvort læknirinn væri héraðs- læknir eða sérstakur spílalalæknir. En fyrir minni háttar læknisaðgerðir fengi læknirinn aftur borgað af sjúklingunum eins og hingað til. Mætti með því móti fyrirbyggja, að læknirinn sér tit hagsmuna eða af einhverju góðmensku sleifarlagi léti sjúklingana liggja lengur en þörf gerðist til þess eins að ýta legukostnaði þeirra yfir á tryggingarsjóðinn. þá eru öryrkjaáföllin. Öryrkja1) kalla ég þá menn, sem eru óvinnufærir til frambúðar af sjúk- dómi, áföllum, slysum o. s. frv. Blindur maður t. d. er öryrki, ennfreinur oft sá, er rnist hefir hönd eða fót, a. m. k. til sumrar vinnu. Öryrkjar geta lifað við góða heilsu, en geta þó ekki unnið fyrir sér. Slíkir menn verða að fá forlagseyri handa sér og sínum. Sem betur fer, hljóta þeir að .vera harla fáir, sem hér eiga hlut að máli, svo að þeir að likindum mundu ekki vega þungt á trj'ggingarsjóði, en liitt segir sig sjálft, að nákvæmar reglur yrði að setja um læknarannsókn á öryrkjuin, og styrkurinn til þeirra yrði að metasl í hverju einstöku tilfelli, eftir því, hvort maðurinn væri öryrki að öllu eða að eins að nokkru leyti. Öryrkjastyrkur yrði væntanlega hinn sami og ellislyrkur og að auki forlagseyrir fyrir hvern framfæring. Á öryrkjaframfæri kæmust þeir menn, sem væru óvinnufærir eftir sjúkdóm; þó ætti enginn að fá öryrkjastyrk, hafi hann verið óvinnu- fær meira en eitt ár. Hér eru líka taldir þeir menn, 1) Eg finn ekki annaö orð yíir Invalid.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.