Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1921, Side 37

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1921, Side 37
iðunn] Nokkrir gestir vorir á þjóðhátíöinni 1874. 275 um (polyglott). Þessi bréfvinur okkar lilkynti okkur sviplegt lát Brownings. Haíði hann fundist nærri höll þeirri, er hann dvaldi í, örendur og skorinn á háls, og lágu hjá liki hans 2 blóðugir rakhnifar. Þótti okkur þetta verri sagan og varð okkur þá að minn- ast skegghnífanna, sem hann hafði sýnt okkur og varðveitt lengi sem helgigripi. Og er margt kynlegt í þessum heimi. Man ég að Steingrími varð að orði við andlátsfregnina: »1 had better spared a bet- ter man«, a: ég hefði heldur viljað missa skárri mann. (Úr Hinriki IV. eflir Shakespeare). Dr. Karl Rosenberg. Með honum kemur nýr og meiri maður til sögunnar, enda nafn hans kært og alkunnugt hér á landi. Hann kom einn síns liðs, en ekki með konungsfylgdinni; var hann miklu meir írígeðja maður en svo, að hann vildi vera í skjóli konungsmanna eða vera nokkrum háður. Hafði hann áður getið sér góðan orðstir fyrir stjórnmálaafskifti í frjálsa stefnu og sem eindreginn málsvari vorra réttinda. Dr. R. var hinn mesti skörungur í skapi og snemma skarpur námsmaður; komst og snemma á stjórnmálaskrifstofur Dana og hefði ungur komist í valdasætin, hefði hann verið meiri stillingarmaður i stjórnmálum. Slepti því snemma embættisveginum og gaf sig úr því að óháðum ritstörfum og fræð*du- málum. Eg fekk fyrst kynni af honum í Kaupmanna- höfn sumarið 1871, og héldum við vináttu saman upp frá því. Á þjóðhátíðinni vorum við mest sam- an þremenningarnir, við Stgr. og hann, og bjó hann annað veifið í húsi tengdamóður minnar, Aniku Knud- sen. Dvaidi hann hér fram á haust og ferðaðist aust- ur í Fljótshlíð og víðar. Hann fékk til reiðar tvo móalótta hesta, fagra og feita, er eftir voru af stóði Diðriks sál. Knudsens, er þóttu hin tápmestu hross og komu þó aldrei í hús. En því get ég þessa, að Rósenberg batt hið mesta vinfengi við hesta þessa

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.