Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1921, Page 59

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1921, Page 59
IÐUNNj Trú o}» sannanir. 297 hann svo trúir á og lælur stjórnast af bæði lil orðs og æðis. En öll leiðsla er í því fólgin, að menn missa um stund sjálfræði sitt og sjálfsvitund og láta þá einungis stjórnast af hugsun þeirri, sem sjálfir þeir eða aðrir hafa blásið þeim í brjóst. Og slík sefjan, þótt í minni mæli sé, á sér iðulega stað í vöku, af prédikunarstólnum, í pólitíkinni og viðar. Nú hafa ýmsir haldið, að leiðslan (irance), sem miðlarnir kæmust í, væri alt annars eðlis en dá- leiðslan. En svo er ekki. Hún er sama eðlis og svefn- reiksástandið i dáleiðslunni. Það eitt skilur, að miðl- arnir dáleiða oflast sjálfa sig eða komast í leiðsluna við söng og hljóðfæraslátt, stundum þó í algjörðri þögn. Kg hefi leyf't mér að kalla þetta mókleiðslu, en það mætti alveg eins kalla það svefnreik. E’ví í mókleiðslunni getur miðillinn, alveg eins og sá dá- leiddi í svefnreikinu, bæði heyrt og séð og talað við þá, sem viðstaddir eru, þótt hann t. d. sé vita- tillinningalaus á liörundinu. Þelta ber engan vott um dýpt leiðslunnar, heldur stafar það engöngu af þvi, að sum skynfærin sofa, meðan önnur vaka. Og líkt og í svefnreikinu getur miðillinn í leiðslu sinni leikið hinar og aðrar persónur ósjálfrátt og óafvitandi. En einmill af því, að sum skynfæri miðilsins sofa, skerp- ast önnur (hyperœsthesia). Og einmilt af því, að hann i leiðslunni hefir ekki hug á neinu öðru en þvi, sem honum er ætlað að hugsa um eða að gera, verður minni hans á því sviði oft svo ólrúlega rikt, að hann gelur tjaldað öllu því, sem hann hefir einhvertíma heyrt eða séð eða komist á snoðir um, jafnvel þótt hann muni það ekki í vöku. Þetta er svonefnt dul- minni /kryptomnesi'). Svo getur miðillinn auk þess í leiðslunni einbeitt svo athygli sinni og hugsun, að það er eins og hann geti lesið í hugi annara og kafað undirvitund þeirra um það, sem þeir kunna að hafa reynt og lifað með sjálfum sér og öðrum-

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.