Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1930, Page 8

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1930, Page 8
IÐUNN Putois. Eftir Anatole France. (Tileinkuð Qeorg Brandes af höfundinum.) I. »Garðurinn, sem við lékum okkur í, þegar við vorum börn«, sagði Bergeret, »garðurinn, sem ekki var lengri en svo, að hægt ,var að stika hann í tuttugu skrefum, var í okkar augum víðlend veröld, full af unaði og ógnum*. »Manstu eftir Putois,') Lucien?* spurði Zoe, og brosti eins og hún var vön, með samanherptum vörum, og leit ekki upp frá því, sem hún var að sauma. »Hvort ég man eftir Putois! Putois stendur mér enn þá gleggst fyrir hugskotssjónum af öllum þeim verum, sem ég komst í kynni við í bernsku minni. Eg man eftir hverjum drætti í andliti hans og hverjum þætti í eðlisfari hans. Hann hafði uppmjóa höfuðkúpu ...» »Lágt enni«, bætti ungfrú Zoe við. Og í tilbreytingarlausum málrómi og með hlálegri al- vöru romsuðu systkinin á víxl upp úr sér einhverju, sem helst minti á sakamannslýsingu. »Lágt enni«. »Augu, eins og þau væru úr gleri*. »Flóttalegt augnaráð«. »Dálitlar hrukkur kringum gagnaugun*. >Framstæð, rauð og gljáandi kinnbein«. »Eyrun á honum voru vansköpuð*. 1) frb. Pujtúa (áherzla á síðasta atkvæði).

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.