Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1930, Blaðsíða 13
1ÐUNN
Putois.
123
um að borða: >Guði sé lof að Zoe hefir kíghósta, nú
verður langt þangað til við getum komið að Sæluvöllum*.
»]á, það er rétt«, sagði Zoe.
»Svo batnaði þér, og einn góðan veðurdag kom frú
Cornouiller til mömmu og sagði: »Barnið gott, nú sleppið
þið hjónin ekki við að koma á sunnudaginn og borða
miðdegismat á Sæluvöllum*. En af því að mamma hafði
fengið greinileg fyrirmæli um það frá manni sínum, að
koma fram með einhverja góða og gilda röksemd fyrir
því við frú Cornouiller, að þau gætu ekki komið, þá
greip hún í neyð sinni til viðbáru, sem ekki var sann-
leikanum samkvæm: »Mér þykir það leiðinlegt, kæra
frú, en við getum ekki komið. A sunnudaginn kemur
garðyrkjumaðurinn hingað*.
Þegar frú Cornouiller heyrði þetta, leit hún sem
snöggvast út um glerhurðina á dagstofunni á litla van-
hirta garðinn okkar, þar sem beinviðurinn og sýrenurnar
litu út eins og aldrei hefði hnífur við þau komið og
myndi aldrei koma. »Kemur garðyrkjumaðurinn hingað?
Til hvers?« — »Til þess að vinna í garðinum*.
Móður minni varð á móti vilja sínum litið á þennan
reit með óræktarlegu grasi og hálfviltum blómum, sem
hún hafði kallað garð, og sá sér til skelfingar, hve
ósennilegt skrök hennar var.
»Sá maður getur vel komið í ... garðinn þinn á mánu-
dag eða þriðjudag. Það er líka betra, því að menn eiga
ekki að vinna á sunnudögum*.
»Nei, hann hefir svo mikið að gera á virkum dögum«.
Ég hefi oft tekið eftir því, að hinar fráleitustu og
hlægilegustu skýringar sæta minstum andmælum. Á þeim
vinnur mótparturinn ekki. Frú Cornouiller sótti ekki eins
fast á og við hefði mátt búast af konu, sem var jafn
þrálát og hún að eðlisfari. Hún reis upp úr stólnum og