Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1930, Blaðsíða 17

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1930, Blaðsíða 17
IÐUNN Putois. 127 varnað. Það var líkt með hann og djöflana, sem hafa að vísu versta orð á sér, en ýmislegt gott finst þó í, þegar menn fara að hafa saman við þá að sælda. Og ég er á því, að Putois hafi sætt ranglátum dómum. Frú Cornouiller var ákveðin á móti honum fyrirfram, og grunaði hann um að vera slæpingja, drykkjusvín og þjóf. En síðan datt henni í hug, að úr því að efnalítil kona, eins og móðir mín, tæki hann í vinnu, þá hlyti það að vera af því, að hann gerði sig ánægðan með lítið, og hún fór að velta fyrir sér, hvort ekki myndi nú vera hagur fyrir sig að nota hann fremur en sinn eiginn garðyrkjumann, sem hafði að vísu betra orð á sér, en var líka því kröfufrekari. Nú var kominn sá tími, að klippa skyldi ýrviðargerðin. Frú Cornouiller hugsaði nú sem svo, að úr því að fátæk kona, eins og frú Bergeret, skamtaði Putois úr hnefa, þá hlyti hún sjálf, sem var vellauðug, að komast af með enn þá minna handa honurn, því að það er vanalegt, að ríka fólkið borgi minna en fátæklingarnir. Og hún sá þegar í anda, hvernig ýrviðargerðin hennar voru klipt eins og múrar, kúlur og pýramídar, án þess, að hún þyrfti að kosta miklu til. »Eg skal svei mér hafa gætur á, að Putois slæpist ekki eða steli frá mér. Eg legg ekkert í hættu, svo að þetta verður hreinn ágóði. Svona flækingar eru stundum fult svo liðlegir og heiðarlegir verkamenn*. Hún fastréð að reyna þetta og sagði við mömmu: »Viltu ekki senda Putois yfir um til mín, barnið gott. Eg skal láta hann fá vinnu«. Mamma lofaði því. Hún hefði feginn viljað standa við það, en það var ómögu- legt. Frú Cornouiller beið þess, að Putois kæmi að Sæluvöllum, en hann kom ekki. Það var nú kona, sem vissi, hvað hún hugsaði og ætlaði sér. Næst þegar hún hitti mömmu, kvartaði hún yfir því, að Putois hefði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.