Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1930, Qupperneq 22
132
Pulois.
IÐUNN
verið að verki, lét setja keðju á herbergishurðina sína
og hætti að sofa á næturnar.
III.
Þegar Pauline var farin upp í herbergið sitt, klukkan
tíu um kveldið, sagði ungfrú Bergeret við bróður sinn:
»Gleymdu ekki að segja frá því, hvernig Putois tældi
eldabuskuna hennar frú Cornouiller«.
»Eg ætlaði einmitt að fara að víkja að því, Zoe. Ef
því væri slept, vantaði það allra bezta í söguna. En alt
verður að vera í réttri röð«.
Réttvísin leitaði grandgæfilega að Putois, en fann hann
ekki. Þegar augljóst var, að hann myndi ekki finnast,
varð það öllum hjartans áhugamál að hafa uppi á hon-
um, og þeim, sem slungnir voru, tókst það líka. Og af
því að margir voru slungnir í Saint-Omer og þar í
kring, sást Putois samtímis úti í skógi, úti á ökrum og
úti á götu. Við þetta bættist honum nýr eiginleiki. Menn
ætluðu, að hann væri gæddur hæfileika til að geta verið
alstaðar nálægur, eins og svo margar þjóðsagnahetjur
hafa verið.
Það er fullkomin ástæða til að hræðast veru, sem
getur farið langar leiðir á einu augnabliki og birzt þar
sem hennar sízt er von. Putois varð grýla á allan bæinn.
Frú Cornouiller sat í sífeldum ótta og umsátursástandi
á Sæluvöllum, því að hún var sannfærð um, að Putois
hefði stolið þremur melónum og þremur litlum silfur-
skeiðum frá sér. Hún treysti hvorki á lása, lokur né
grindur, því að í hennar augum var Putois sá voðalegur
bragðarefur, að hann fór inn um lokaðar dyr. Svo jókst
hræðsla hennar um helming við atburð, sem kom fyrir
þar á heimilinu. Eldabuskan hennar hafði verið glapin,