Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1930, Blaðsíða 26
136
Putois.
ÍÐUNN
einlægni: »Það mætti halda, að þér væri alvara með'
þetta, Eloi, en þú veizt nú samt vel.. . «
Þá svaraði hann í mjög virðulegum rómi: »Allur bær-
inn trúir því, að Putois sé til. Get ég þá neitað því sem
góður borgari? Menn ættu að hugsa sig tvisvar um,
áður en þeir kasta nokkurri almennri trúarsetningu
fyrir borð«.
Það eru ekki nema fjarska heiðarlegar sálir, sem
gera sér rellu út af slíku. Pabbi var Gassendisti1) í
insta eðli sínu. Hann lagaði einkaskoðanir sínar eftir
almenningsálitinu og trúði á tilvist Putois, eins og aðrir
héraðsbúar. Þó félst hann ekki á, að hann hefði átfc
beinan þátt í að stela melónunum eða glepja eldabusk-
urnar. Hann játaði trú sína á tilvist Putois, til að vera
góður borgari í Saint-Omer, en hann lét hann liggja á
milli hluta, þegar um var að ræða að skýra viðburði í
bænum. I þessu sem öllu öðru sýndi hann, að hann var
góðgjarn maður og vitur.
Mömmu þótti dálítið leitt, að hún skyldi hafa orðið'
til þess að koma með Putois inn í veröldina. Það mátti
henni líka þykja, því að fæðing Putois var mömmu að
kenna, eins og fæðing Calibans er að kenna skröksögu
eftir Shakespeare. Að vísu var yfirsjón hennar minni, og
hún var ekki eins sek og skáldið mikla, en þó greip
hana uggur og ótti, þegar hún sá, hvílíkur ofvöxtur var
hlaupinn í þessi lítilfjörlegu ósannindi, sem henni höfðu
orðið á, og hvílíkum viðgangi þessi ómerkilegi tilbún-
ingur hennar átti að fagna. Hann var eins og óstöðv-
andi flóð, sem streymdi yfir allan bæinn, og það var
1) Áhangandi heimspekingsins og náttúrufræðingsins Gassendi
(1592—1655), sein reyndi að sameina róttæka efnishyggju við trú-
arlærdóma samtíðarinnar.