Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1930, Side 29

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1930, Side 29
ŒÐUNN Um tregöu. 139 ekki valdið því. Sérstaklega þegar þess er gætt, að það mun aldrei hafa áður verið notað í því hálf-heimspekilega sambandi, er það nú jafnan sést í. Dr. Páll Eggert sagnfræðingur Olason leitar, í upphafsorðum sínum í æfisögu ]óns Sigurðssonar, að þeim höfuðöflum, er sá maður hafi átt í höggi við í baráttu sinni fyrir viðgangi og þroska íslenzkra manna, og verður þar »tregðan« fyrir honum sem ein höfuðóvætturin. Dr. Sigurður Nor- dal kemst að þeirri niðurstöðu, að »andstæður tilver- unnar séu framar öllu orka og tregða« (Iðunn K, I). I ræðu, er sr. Sigurður Einarsson flytur yfir nemendum Akureyrarskóla, bendir hann þeim á, að »á hverjum einasta degi mun meðfædd tregða kveðja oss til drottin- svika og undansláttar við hinn mikla tilgang« (Dagur X, 43). Þessi dæmi, sem hér hafa verið tilfærð, eru ekki nema lítið sýnishorn þess, hversu tamt mönnum er nú að verða að grípa til þessa orðs, er þeir vilja lýsa hinum mestu meinsemdum mannlegs skapferlis og raunar allrar tilveru. Þetta hefir haft þau áhrif, að jafnvel hér í Vesturheimi er þess tekið að gæta nokkuð í rituðu máli íslenzku, að mönnum virðist sem himininn væri höndum tekinn fyrir fult og alt, ef ráð fyndist til þess að varpa þessum höfuðóvin — tregðunni — út fyrir landa- mæri alheimsins. Eg hefi ekki kunnugleika til þess að átta mig á, hvað því muni valda, að þessar hugsanir skuli hafa gripið svona ört um sig hjá mörgum mönnum í senn, en mér hefir þótt gaman að lofa huganum að reika um þessi efni og sérstaklega um orðið »tregðu«. Og ég sleppi hér á pappírinn dálitlu broti af því, sem borið hefir íyrir mig á því hugsanaflakki.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.