Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1930, Side 41

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1930, Side 41
ÍÐUNN Um tregðu. 151 magn hinna meira eða minna skynsemislausu, klökku eða æstu tilfinninga. Af þessu stafa lofsöngvarnir um vínið. Þeir lofsöngvar eru oft sama sem barnaleg viður- kenning á því, að Ivrikin sé það hugarástand, er menn kunna ekki lengur skil á hlutunum. En nú er kveðskapur með ýmsu móti, svo sem bent hefir verið á. Annarsvegar er hin mjög svo jákvæða starfsemi, að finna ákveðnum hugsunum búning í fögru formi kvæðis.1) Þelta gera góð skáld. Þau knýja nauín- ina af fallandinni til hlýðni við vitsmunalíf sitt og tempr- aðar tilfinningar. En hinsvegar er sú aðferð, að láta stjórnlitlar tilfinningar vella fram í kvæði. Þar eru stíflur tregðunnar horfnar, menn hugsa ekki lengur mál sitt, heldur hefir málið vit fyrir þeim. Nú er svo komið með íslenzkan skáldskap, að ekki verður með nokkuru móti sagt, að ungir óðmæringar séu aðalsblóm og þjóðarsómi. Ungir óðmæringar vorir hafa mist aðalsmark sitt fyrir þá sök, að skáldskapur þeirra er, með nokkurum heiðarlegum undantekningum, ekkert annað en ein geysileg stemning. Þeir ala með sér sjúkt þunglyndi. sem draga verður í efa að alvara sé í. Allir eru þeir ástamenn, og allar þeirra ástir fara svo illa, að mesta hörmung er á að hlýða. Þeir kitla hverja manndómslausa tilfinningu, þangað til hún er orðin að stemningu og — kvæði. Við þessu er ekkert annað ráð, en að ungir ljóða- smiðir vorir taki aftur að ala með sér meiri virðingu 1) Svo mætti virðast, sem ég hefði alveg gleymt því fyrirbrigði, sem nefnt er andagifl, með því að hún sé fyrst og fremst innrás heitrar tilfinningar yfir hugann. En enda þótt ég hafi ehki reynt andagift, þá hefi ég ekki gleymt henni. Andagift verður ekki — að ég hygg — að listaverki, nema hiti tilfinningarinnar nái að renna saman við viturlega hugsun.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.