Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1930, Side 42
152
Um tregðu.
IÐUNN
fyrir tregðunni, temji sér að veita hugsunum og tilfinn-
ingum nokkura viðspyrnu, því að í tregðunni eru —
framar öðru — falin landmörkin á milli heilvita manns
og fífls.
VI.
Eins og þegar hefir verið getið um, verður engin til-
raun gerð til þess hér að meta þau metafýsisku rök,
sem menn hafa viljað draga af tregðunni. Einn mark-
verður heimspekingur, Bergson, hefir talið sig geta bygt'
á þeim rökum, en svo er að sjá sem einmitt þær rök-
semdir hafi fyrst hrunið úr hinni veglegu hugsanabygg-
ingu hans. En röksemdir með og móti máli hans eru
þess eðlis, að fyrir þeim verður trauðla gerð grein í stuttu
máli í alþýðlegu tímariti. En hugleiðingar vor Islendinga
um þessi efni eru vafalaust fyrst og fremst af því sprottnar,
hve rík er tilfinning manna fyrir seinagangi mannkyns-
sköpunarinnar. Vér miðum flest við sögu vors eigirt'
lands, og oss er ljóst, að mikil tvísýna sé á því, að stofni
kyns vors hafi í nokkuru látið sér fara fram þessi rúm
1000 ár, sem landið hefir verið bygt. Félagslegt líf hefir
breyzt töluvert og í mörgu til batnaðar, en hitt miklu-
meira vafamál, hvort mönnunum, sem líftegund, hefir
farið fram. Fyrir því er ekki nema eðlilegt, að menu
leiti fyrir sér, hvað því muni valda, að aukning þroskans.
er svona hægfara, að dregið verður í efa, með réttu, að
hún sé nokkur. Sumum hefir virzt hugsunin um tregðu.
veita hér nokkura úrlausn. Eins og þær ónógu athuga-
semdir, sem hér hafa verið settar fram, bera með sér,
þá virðist mér tregðan yfirleitt alls annars eðlis en þeim
mönnum virðist, er ég hefi vitnað til. Hún er ekki frekar
óvinur framsóknarinnar en yngismær er óvinur piltsins,
þótt hann þurfi stundum eitthvað fyrir því að hafa, að