Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1930, Side 44

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1930, Side 44
154 Um tregðu. IÐUNN hver sé staða hinnar eiginlegu menningar í ferilssögu mannanna. Til þess að skýra þetta hugsar hann sér, að allri hinni hægfara og erfiðu þróun væri þrýst saman í eina mannsæfi. En ég læt hann hafa orðið: »Hugsum oss, að einni kynslóð manna hafi tekist að afla sér þess alls, sem nú er talið til menningar. Þeir hefðu orðið að byrja, eins og allir einstaklingar gera, gjörsamlega menningarlausir, en þeim er ætlað að rekja allan þennan feril, sem kynslóðirnar hafa farið t. d. síð- ustu fimm hundruð þúsund árin. Sérhvert ár kynslóðar- innar svaraði þá til fíu þúsunda ára í ferli mannkynsins. Sé miðað við þennan mælikvarða, þyrfti þessi sjálf- lærða kynslóð fjörutíu og níu ár, áður en því vitsmuna- lífi væri náð, að hún gæti lagt niður fornan ávana og inngróna siði reikandi veiðimanna, en setfist að hér og þar og tæki að rækta jörð, skera upp, temja skepnur og vefa óbrotnusfu klæði. Sex mánuðum síðar, eða er hálft fimtugasta árið væri liðið, höfðu nokkurir þeirra, er bezta höfðu aðstöðuna, fundið upp skrift og með því komið á fót frábærilegri og undursamlegri aðferð til þess að breiða út og viðhalda menningu. Þrem mánuðum síðar hafði öðrum flokki tekist að slípa bókmentir, Iistir og heimspeki svo ágætlega, að næstu vikur var til þessa jafnað. I tvo mánuði hefði þessi kynslóð vor lifað við blessun kristindómsins; prentsmiðjan er ekki nema hálfs- mánaðar gömul, og ekki höfðu þeir haft gufuvélina nema tæpa viku. I tvo eða þrjá daga hafa þeir verið að þjóta fram og aftur um hnöttinn á gufuskipum og í járn- brautarlestum, og ekki er lengra síðan en í gær, er þeir rákust á töframöguleika rafmagnsins. Síðustu klukku- sfundirnar hafa þeir verið að fljúga í loftinu og sveima undir yfirborði sjávarins, og hafa þeir þegar beitt síð- ustu uppfinningum í ófriði, sem að mikilleik samsvaraði

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.