Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1930, Side 52

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1930, Side 52
162 Tvær stúlkur. IÐUNN lega á hringinn sinn, eins og djúpúðug sál, sem stendur andspænis fánýti hins ytra forms. Síðan leit hún framan í mig, og hin saklausu augu hennar urðu djúp eins og i litlu barni. Við vorum sem sagt ekki persónur, hvort gagnvart öðru, sem þyrftum að yfirvinna hvort annars form, við vorum öllu heldur eins og kenning í vísinda- legri bók, — aðeins tvær manneskjur, sitt af hvoru kyni, óbundnar stund og stað. Og við tókumst í hendur upp á þetta, alveg eins og þegar tveir kaupmenn takast í hendur upp á það, að tvisvar tveir séu fjórir eða svo. Eins og nærri má geta voru kossar hennar mjög ópersónulegir. — Eg lifi og dey fyrir ástina, sagði hún, og heitar varir hennar skulfu á andliti mér, eins og raf- magnsþófi, sem maður fær á andlitið í fegurðarstofum, verð 75 c.; kossar hennar voru sjálf ímynd hinnar ólví- sæju samvizkusemi, sem kemur annars ljósast fram í arðrýrum fórnum efnalausra sveitamanna, sem lifa og deyja eins og partur af vindinum og er sjaldan getið eftir fimtán ár. Það var eins og þessir kossar ætluðu aldrei að geta slitið sig lausa, — þeir sugu sig fastar og fastar með vaxandi ákefð, líkt og þeir héldu að þeir gætu stolið öllu hunangi jarðarinnar, unz þeir urðu hung- urmorða mitt í ákefð sinni. Og í næsta vetfangi situr konan aftur við hlið mér, ráðalaus og örvæntingarfull eins og yfirnáttúrlegur drykkjumaður, sem veit, að það áfengi er ekki til, hvorki í þessum heimi né öðrum, er sé þess megnugt að gera hann drukkinn; Guð hefir tekið alt frá honum, nema hina óslökkvandi fýsn hans, sem er eins og eitt reginhaf án nokkurrar strandar að eilífu. Svo hún snýr sér loks að mér á ný, Iæsir í mig fingrum sínum og tekur enn að kyssa mig í þjáning sinni. — Guð minn góður, hvað ég elska, hvíslar hún. — „Ojbara!“

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.