Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1930, Page 54
164
Tvær stúlkur.
IÐUNN
stígur hún ofan á þig eins og herfylking. Þótt hinn
draumkendi uppruni í hreyfingum þessarar myndar vekti
fyrst og fremst trúarlegar kendir, þá fékk þó ekki hin
lævísa fjaðurmagnan dulist, er einkennir hið barnunga
rándýr, sem kannske er búið að smakka sitt fyrsta blóð.
Hannske hefir það ekki einu sinni smakkað sitt fyrsta
blóð. Hvers vegna er ég altaf að blóta yður, guðdóm-
lega barn — þú, sem réttir út hendurnar á eftir mér í
Halifax, og náðir ekki til mín?
Hvenær sem þú sér fullkomið sköpunarverk, verður
þú gripinn sárum trega. Þetta er hið hörmulega við list-
ina. Fegurð hlutanna er eins og ólæknandi sorg. Eins
og til dæmis þessi stúlka, sem gekk í barnsskóm þvert
ofan í betri vitund og átti sérstakri fegund af ávala að
fagna á kálfum sínum, sem skapara heimsins hefir skort
hagleik til að smíða, nema í þetta eina skifti. Kjólfald-
urinn nemur ofanvert við hnéskelina, þegar hún stendur
bein, svo að þeir, sem hafa öðlast náð til að sfanda
fyrir aftan hana geti gengið úr skugga um, að full-
komnun hennar liggur aðallega í hnésbótunum. Og samt
er hin æðsta fylling þessara dularfullu strika þó enn
geymd í ímyndun Guðs almáttugs, skapara himins og
jarðar, og hans einkasonar.
Eg sé hana altaf í flokki smátelpna. Þær eru altaf
önnum kaínar, eins og taugaslappir menn eða iðjuleys-
ingjar. Stundum felst sekfarmeðvitund í hlátrum þeirra.
Þótt þær væru alfaf á þönum, gáfu þær sér samt tíma
til að nema staðar við hvern smáviðburð, þótt það væri
ekki annað en krakki að sippa. Hún stendur í miðjum
stölluhópnum, og ánægja hennar er falin í gagnrýni.
Síðan skunda þær enn af stað alt hvað fæfur toga, líkt
og menn, sem hafa verið tældir með fyrirheitum. Það
er lífið í brjósti þeirra, sem tælir þær.