Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1930, Síða 57
IÐUNN
Tvær stúlUur.
167
því gert, að mér þykir svo vænt um. Ég er svo ást-
fangin...
— Ég vildi ekki vera pilturinn yðar fyrir vestan,
sagði ég.
Hún horfði á mig brot úr augnabliki, eins og flæk-
ingshundur, sem hefir verið barinn. Varir hennar titruðu
báðar, en hún sagði ekki neitt. En það var ekki nema
brot úr augnabliki. Hún stendur á fætur og gengur
burt, fótatak hennar reikult af örvæntingu. Andspænis
þessari örvæntingu er þeim heimilt að krjúpa, sem trúa
á helgi mannlegra tilfinninga; af einhverjum dularfullum
ástæðum eru mannlegar tilfinningar helgastar munaðar-
lausar. Og það fer ljóðrænn hrollur gegn um mig allan
við þessa ógleymanlegu sýn: Þarna gengur kona, sem
elskar. ... Þetta er umkomuleysið sjálft.
Þú ert að deyja af ást, eins og hundur — og setjum
svo, að þessi hundur hafi tapað lyktargáfunni og finni
ekki eiganda sinn. Setjum svo, að það eigi hann enginn
milli himins og jarðar. En hann er hundur, þrátt fyrir
það, þótt hann sé flækingshundur, og hann er eins loð-
inn og mórauður fyrir Guði, þótt þú hafir ekki keypt hann.
Halldór Kiljan Laxness.