Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1930, Side 60

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1930, Side 60
170 íslenzkar samtíðarbókmentir. IDUNN liðnum öldum, en lagast nokkuð með vaxandi velmegun þjóðarinnar, stofnun Háskólans og ýmsu öðru. Islenzk vísindi eru, eins og við er að búast, dreifð drög — slikt hið sama eru reyndar vísindi með öllum þjóðum, hver um sig leggur skerf sinn til heildarinnar, vísinda alls heimsins. Því að vísindin eru alþjóðlegust allra samþjóð- legra hluta, og hafa fult gildi aðeins sem ein heild. Eg hef ekki talið það vonlegt, að andlegir kraftar þjóðarinnar beindust einungis að vísindaafrekum, né að blöðin væru ypparsta blómstur bókmentanna, en aftur væri það ekki óhugsandi um hinar fögru bókmentir. En lausleg athugun á þeim hefur fært mér heim sanninn um, að svo er ekki, og virðast mér þær standa sýnu neðar, en von væri til. Ekki skal ég bera þær saman við önnur tímabil á síðari öldum, það er ekki auðvelt verk, en ekki er vert að fullyrða, að nútíminn yrði neitt illa úti í þeim samanburði. En hinu vil ég halda fram, að gæðin séu minni en krefjast mætti, að bókmentirnar hafi að ýmsu leyti dregist aftur úr í framförum þjóðar- innar á síðustu árum. Skilyrði fyrir bókmentastarfsemi hafa þó að minsta kosti skánað nokkuð á síðari tímum. í línum þeim, sem hér fara á eftir, mun ég ræða þessi mál nokkru nánar. En ég mun að vísu ekki láta mér nægja neikvæða gagnrýni eina, heldur mun ég líka minnast á það, sem mér þykir vel fara. En fyrst hæfir þó að segja nokkuð, hve rúmt svið er tekið til athug- unar. Fyrst var, að ég taldi mér óskylt að tala um aðra en þá, sem íslenzku rita: íslenzkur skáldskapur er það eitt, sem ritað er á íslenzku máli. Þar næst virtist ein- sætt að taka aðeins til meðferðar verk íslendinga austan hafs, þar sem íslenzkir menn í Vesturheimi eiga sálu- félag sér, meira en vera ætti. Þá varð að marka sér tíma: Ég ræði hér um síðasta áratug (1920—1929) og

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.