Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1930, Qupperneq 67
ÍÐUNN íslenzkar samtíðarbókmenlir. 177
hann samvizkusamlega rannsókn á hefndinni, sem í eðli
sínu er — samkvæmt sögunni — jafnvægisviðleitni sál-
arinnar, tilraun hennar til að varðveita heilsu sína og
hreysti. En þegar söguhetjan ætlar að framkvæma hefnd-
ina, brestur hvötina, lamast viljinn — sögumaðurinn
kennir það veiklandi áhrifum frá kristninni. Söguhetjuna
vantar andlegt þrek til að hefna sín, vantar þrótt til að
fyrirgefa; hann er þrotinn sálarheilsu og hverfur inn í
myrkur dauðans. Saga þessi er átakanleg og mikilfeng-
leg. Einhver sjúklegur blær á ástríðuþunga og viljaþroti
söguhetjunnar gerir sjálfsmorðið eðlilegt (sjálfsmorð eru
annars réltilega illa þokkuð á síðari tímum í skáldskap).
Ef til vill mætti finna sÖgunni til foráttu formið: hún
er lögð í munn manni, sem er sjónarvottur þessara at-
burða; með þessu móti verður erfiðara að láta efnið
njóta sín til fulls, því að stíll sagnaþulsins er fábreyti-
legur móts við stíl skáldsins. En Sæmundur sagnaþulur
«r svo vel teiknaður í sögunni (lesandinn þykist þekkja
manninn), að efíirsjón væri að missa hann, málfæri hans
hæfir svo vel efninu og innskotshugleiðingar hans sóma
sér vel — þess vegna efast lesandinn um, að sagan
væri betri í öðru formi.
Víða kemur fram hjá Hagalín ánægja, þegar hann
lýsir smá-andhverfingshætti lífsins, skynsemi manna, sem
er að bjástra við skynsemisleysi manneðlisins og veru-
leikans og kemur auðvitað engu nema basli af stað —
svo sem í Barómetið, Guð og lukkan — lífslyginni, sem
Qerir menn að meiri mönnum — Tófuskinnið, Hún var
svo rík, hún Laufey — og mannlegri náttúru, sem slamp-
ast til að duga á við guðsorð. Þessi kýmnisblandna trú
á slympilukku skynlausrar náttúrunnar, í einu ókristileg
■og góðlátleg, kemur notalega við lesandann, sem orðinn
ISunn XIV.
12