Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1930, Page 68

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1930, Page 68
178 íslenzkar samtíðarbókmentir. ÍÐUNN er hálfþreyttur á lélegum bókum, sem tjá sig flytja þekkinguna á tilgangi lífsins. Mest allra yngri rithöfunda hefur Halldór Kiljan Lax- ness gert sér far um að lýsa hinum innra veruleik, einkum í aðalriti sínu, Vefaranum mikla frá Kasmír. Þeir, sem hafa gaman af að flokka, mega kalla það sál- fræðilega (eða sálgreinilega) skáldsögu. I þessu undar- lega, sadistiska riti er aðalpersónan, Steinn Elliði, seftur í allskonar stellingar, til þess að lesandinn geti séð sál hans alla, hvern einasta drátt hennar, hvern litblæ. En hinar persónurnar, sem varla eru til nema vegna Steins, eru líka beittar brögðum, svo að lesandinn fái einnig tækifæri til að rannsaka hjörtu þeirra og nýru. Alt hið ytra er aðeins til vegna hins innra, það er leiksvið eða í mesta lagi áhrifavaki, eins og vindur, sem fer yfir sæ. Þó að Vefarinn sé ekki sannort rit, þá sér athugull les- andi hilla undir mikla reynslu bak við öll orðin. Annars skal ég ekki fara frekar út í þetta rit á þess- um stað, til þess er rúmið alt of lítið. En síðar mun ég víkja nokkuð að þessum sama höfundi, sem einna mest hefur borið á allra íslenzkra höfunda á síðari árum. Ekki verður sagt um Laxness með sanni það, sem í vísunni stendur: Oft eru kvæða efnin rýr — og er goft til þess að vita. En efnisrýrðin hefur verið helzt til óátalin, nærri því eins og hún væri talin sjálfsögð. En hefur sú eftirlátssemi og afsökunarsemi ekki verið nógu lengi, svo að útséð sé um ágæti hennar? Eg beini þessu til ritdómaranna. III. Á einum stað í Vefaranum lætur höfundurinn Stein Elliða segja: ».. . ég þrái að týnast — sogast inn í þys- inn og mikilleikann, unz ég er orðinn að dálitlu sjáaldri,

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.