Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1930, Qupperneq 71
IÐUNN
íslenzkar samtíÖarbókmentir.
181
um stinga þær höfðinu niður í vatnið og gá til botns,
en sitjandanum upp í Ioftið, því þetta eru mjög ókurteisir
fuglar. En telpan situr réttum beinum í grasinu og
prjónar rauðan sokk í heimanmundinn sinn . ..« Les-
andinn sér þetta alt fyrir framan sig, myndin er einföld
og dregin sterkum litum, eins og bezt á við um hinar
sjúklegu skynjanir Steins Elliða. — Miklu ómerkilegri
þykja mér hinar löngu hugleiðingar (t. d. mikið af þriðju
bók), þó að ekki vanti mælskuna, og sumt í þeim sé
snild — er. þær eru alt of langar, alt of fullar af falskri
speki og meira og minna tilgerðum öfuguggaskap. Til
að lýsa huga söguhetjunnar eru þær of langar, og sjálf-
stætt gildi hafa þær tæplega.
í ritum margra raunsæismanna er engu líkara, en þeir
geri ráð fyrir, að skynjandinn hafi heilann í auganu eða
eyranu. Svo þaulhugsaðar eru lýsingarnar á því, sem
fyrir ber. Það er eins og maður skynji tilgang hlutarins
og eðli hans alt, ekki síður en útlit hans. Nú er þetta
auðvitað rangt, það er skynsemin, sem treður eftir á
meiningunni í skynmyndina, sem oft er harla óljós.
Þessu hafa nýrri skáld veitt athygli, einkum erlend, og
af þeim mun Laxness hafa lært þetta. Þá hefur hann
og lært af þeim, hve skynsemi manna í skáldsögum er
mikil blekking, hve hugsunin er slitrótt í reyndinni og
hve aðrir þættir sálarinnar eru mikils valdandi (hér hafa
surrealistai og sálkönnunarmenn verið lærifeður hans).
Mér er til efs, að óráði og óráðskendu sálarástandi hafi
fyr verið lýst viðlíka vel á íslenzku (ath. t. d. Vefarann,
96. kap., um frægð Rómaborgar).
I ritum þeim, sem Laxness skrifaði á undan Vefaran-
um, ber nokkuð á barokstíl — hneigðinni til að strika
undir, ýkja, koma með óvæntar samlíkingar; það er ekki
vafi á, að þessi tilhneiging er honum eiginleg. En í