Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1930, Blaðsíða 72
182
íslenzkar samtíðarbókmentir.
IÐUNN
Vefaranum tvöfaldast undirstrikanirnar, ýkjurnar vaxa,
líkingarnar verða fáránlegar. Hin upphaflega eðlishvöt
verður hér vísvitandi maniére. Oft kemur manni þá í
hug orð fransks gagnrýnanda um nýja skáldskapinn þar
syðra: Skáldunum núna er ekkert ant um að hræra
hjörtu lesandans, heldur að gera hann hissa. En — vér
erum komnir hér að öðru atriði. Vér erum horfnir frá
sjóninni, skynjuninni, sem er einföld og sönn, og að með-
ferðinni, stílnum, sem altaf býr yfir ögn af ósannindum.
IV.
Sjón og sögn. Frásögnin er næsta atriðið, sem kemur
til greina. Sjálft tungutakið, málfærið, hæfileikinn til að
segja frá því, sem séð er.
Fyrrum var löngum litið á það fyrst og fremst, hvort
»málið« væri gott eða ekki. Aðalkrafan var þá, að skrifa
hreina íslenzku, minna að því hugað að skrifa fagra eða
fjölbreytilega íslenzku (stundum var þó fólgin í máls-
kröfunni óskin eftir þróttmiklum, einföldum stíl). Islenzk
tunga hefur á síðari öldum löngum orðið að verjast
áleitni erlendra mála — einkum dönsku. Islenzk orð
skorti á fjölda hluta, sem til Islands fluttust; nýir starfs-
hættir og hugtök tóku að berast hingað. Augljóst var,
að ekki mundi tjá að taka erlendu orðin upp í íslenzku
— að minsta kosti ekki nema fá þeirra, en hitt var líka
óðs manns æði, að ætla sér að komast hjá að nefna
þessa aðkomnu hluti í riti. Var því snemma tekið að
gefa hverju einu íslenzk nöfn, — þessari stefnu hefur
verið haldið áfram, og hefur sózt stórum fram á leið á
síðari árum. Islenzk tunga hefur reynst gædd frábæru
vaxtarmagni, líklega svo miklu, að slíks þekkist fá dæmi
utan úr heimi. Og þrátt fyrir ýmsa annmarka, sem nú
eru á, veiklun í orðskipun, pappírsblæ á nýyrðunum