Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1930, Page 73
IÐUNN
íslenzkar samtíÖarbókmentir.
183
o. fl., þá er þó unaðslegt vorveður yfir mörgu hinu vand-
aðra, sem nú er ritað. Oft verðum vér varir óskapnað-
arkends gróanda; í stað þrautpíndra og mergsoginna
iatínuorða, sem vér höfum lært hjá menningarþjóðunum,
spretta nú upp íslenzk orð í fylkingum, ýmist ný eða
gömul, en frumstæð og full jarðareims. Islenzka nútím-
ans er eins og ung mær, sem hefur í bernsku lært af
reyndri og margspakri ömmu sinni, en er nú að vakna af
draumi æskunnar, vakna til að sjá og reyna alla dýrð
lífsins.
Því fer fjarri, að kröfunni um málvöndun sé orðið
ofaukið, þó að tungunni hafi aukist orð á síðustu árum,
og töluvert af erlenaum orðum sé nú að hverfa, jafnvel
úr tali. Það, sem nú er hættulegast, eru þó ekki einstök
erlend orð, heldur áhrif af erlendri orðskipun. A þess
háttar áhrifum ber bæði í ræðu og riti, og er gott að
málhreinsunarmenn gefi því gætur. — Hins er nauð-
synlegt að geta hér, þar sem rætt er um skáldskap, að
þess munu finnast dæmi, að málvöndunin hafi spilt veru-
leikablæ sagna og leikrita; allar persónurnar eru látnar
tala ritmál. Þessu hafa sum nýrri skáldin veitt athygli
og bætt úr, ekki sízt Hagalín (sama máli gegnir um
þætti Lárusar Sigurbjörnssonar úr Reykjavíkurlífinu: þar
er talað Reykjavíkurmál).
Eftir því sem um hægist að rita um alt á íslenzku, vaxa
kröfurnar til stílsins. Þær geta verið svo miklar, eins og
t. d. hjá Laxness í Vefaranum, að málið verði alveg út-
undan. Aftur sýnir hin óalþýðlega Alþýðubók sama höf-
undar mikla framför. Setningarnar eru ólíkt sjálfstæðari,
óháðari erlendri hugsun, en áður var, og oft ber við-
leitni höfundar að skrifa íslenzkulega ágætan árangur.
En bæði þessi rit eru einskonar málkannanir, tilraunir
á þanþoli tungunnar. í Alþýðubókinni úir og grúir af