Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1930, Page 76

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1930, Page 76
186 íslenzkar samtíðarbókmentir. IÐUNN rithöfundunum, sem eru svo miklir stílistar, að það er aðalvandamál ritmensku þeirra. Það eru þeir Þórbergur Þórðarson og Halldór Kiljan Laxness. Sameiginlegt er það báðum þessum rithöfundum, hve stíll þeirra er í nánum tengslum við taugakerfið; var komið í námunda við það mál, þegar ég mintist á »sjón« Þórbergs. Þórbergur nær sér hvergi jafn vel niðri og þegar hann lýsir sjúklegu sálarástandi, hryllilegum ímynd- unum, fáránlegum draumum, sviplegum fyrirburðum. Stíllinn lýsir nákvæmlega skapinu: uggnum, hrollinum, kvölinni, angistinni, grimdinni, sem hræðslan vekur, dap- urleikanum, aumingjaskapnum. En jafn greinilega koma hin blíðari skapbrigði í ljós, mildi og meðaumkvun, hrifni, fegurðartilfinning, fögnuður og lotning fyrir mikil- leikanum, meðal annars sínum eigin mikilleika. Alt er titrandi, iðandi líf. Taugarnar eiga drjúgan þátt í hinum mikla breytileika skapsins, alt er á fleygiferð, sami skaps- blærinn helzt ekki stundinni lengur. .Höfundurinn hefur iniklar mætur á hinu óvænta; þegar hann er nærri bú- inn að svæfa lesandann með Ijúfum orðum, Iætur hann rigna yfir hann eldi og brennisteini — eða ekki síður öðru óveglegra — en aðeins í svip; óðar en varir er höfundurinn kominn í nýjan ham. Auk sjálfs brigðileik- ans verður hér vart ástar á andstæðum; erum vér þar með komnir að tvísæi Þórbergs og hinni miklu kýmni- gáfu hans. En á það verður drepið síðar. Aður hef ég minst á hungur Þórbergs eftir sterkum, kynlegum orðum, hneigð hans til ýkju og hófleysis. Þetta er auðvitað eitt af einkennum stíls hans. En fyrir þessu má þó ekki gleyma fáguninni. Enginn getur lesið forn- ritin jafn mikið og Þórbergur hefur gert, enginn fengist við skráningu þjóðsagna, án þess að sæta nokkrum áhrif- um. Hinn hreini sögustíll og þjóðsagnastíll, sem Þór-

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.