Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1930, Side 80

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1930, Side 80
190 íslenzkar samlíðarbókmenlir. IÐUNN: geðjasf honum eina andrána, en koma flatt upp á hann^ erta hann hina. Hann hefur yndi af að gera tilraunir með lesendurna, koma þeim í sem kynlegast skap, segja alt annað en til var ætlasf, lofa mönnum að hneykslast og verða fyrir vonbrigðum. Og þó, þess er vert að getar þetta er í senn útreikningur og ósjálfræði eðlisins! En því er ekki að neita, að þetta tillit til almennings er það, sem mest hefur háð skáldlist Halldórs. Þeim, sem þetta ritar, virðist Halldór hafa mesta skáld- gáfu allra þeirra, sem nú rita skáldskap á íslenzku, en hvort sú gáfa fái að njóta sín til fulls, virðist að ekki litlu leyti vera komið undir því, að skáldið komist khkk- laust út úr þeim háska, sem tengdur er við stíl hans. Þess er óskandi, að honum gæti tekist að marka stíl- ærslunum sérstaka bása og að beina athyglinni nokkuð meira frá almenningi, hann mætti halda áfram slóð sög- unnar »Undir Helgahnúk* frekar en Vefarans. En hvað stoða óskir og bollaleggingar? Því að svo kynlegur virðist veruleikinn, að sjálfræði rithöfundarins fari mink- andi eftir magni ritsnildarinnar. Því meira vald, sem hann hefur yfir búningnum — það er að segja, því minni fyrirstaða sem er á því, að rit geti birt persónu- leika skáldsins, því sannari tjáning, sem ritverkið er á einstaklingseðli hans — því vonlausara er, að hægt sé að breyta einu stafstriki í verkum hans. Því sterkari sem böndin eru milli töfra málsins og insta eðlis hans, því erfiðara er honum að ráða sjálfum, hvað hann segir og hvernig hann segir það. V. Oft heyri ég menn draga í efa kýmnigáfu Islendinga, telja þjóðina svo alvarlega í sinni, að þess sé engin von, að hjá henni geti orðið til merkileg kýmnirit. Auk

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.