Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1930, Qupperneq 85
IÐUNN
íslenzliar samtíöarbókmenlir.
195
Ljóð síðari ára eru ákaflega mikil að vöxtum. Öðru
máli gegnir um leikritin. Þau eru fá, og er sú skáld-
skapargrein sýnilega í bernsku hér á landi. Merkasta
íslenzka leikritaskáldið, sem nú lifir, Guðmundur Kamban,
hefur ritað fyrir erlend leiksvið. Þetta er tákn tímanna:
Um leikritaskortinn er leiklistinni að kenna. Með hárri
Jeiklist hefði skapast leiksmekkur og dramatísk kunnátta.
En þar sem leikrit á borð við Nýjársnóttina sitja í fyrir-
rúmi, þar er ekki mikils að vænta. Rómantíski síðaln-
ingshátturinn íslenzki frá síðara helmingi nítjándu aldar,
sem er ekki annað en misskilningur á íslenzku eðli og rás
tímans, er enn að vefjast fyrir þróun leikritagerðarinnar
hjá oss. En leikritun vor á að verða upprisa fornsagn-
anna, ekki að stælingu eða efnishnupli, heldur þannig,
að sama eðlið birtist á nýjan, en skyldan hátt.
Eins og þegar er sagt, er varla von mikilla leikbók-
menta, fyrr en eitthvað hefur rofað til í leiklistinni. En
annars er á þessum stað ekki nema eitt að segja leik-
ritaskáldunum: í leikritagerð, alveg eins og í meiriháttar
tónsmíði, þarf hvíldarlausrar elju, vægðarlausrar ástund-
unar til að öðlast vald yfir hinu erfiða — en að vísu
dásamlega — formi. Annað ráð veit ég ekki tímabærara
um þetta efni.
Þá er sagnagerðin. Er engum blöðum um það að
fletta, að hennar hagur allur mundi batna til mikilla
muna, ef skáldin legðu meiri rækt við kunnáttuna. Þó
að þessi tegund skáldskapar sé að vísu breytileg, þá er
þó mikið gagn hægt að hafa af því að læra föst tök á
henni. Slík kunnátta fæst einkum með lestri og rann-
sókn á aðferðum þeirra manna, sem kunnað hafa lagið
á sögugerð — minna á fræðiritum um þetta efni og þó
vafalaust nokkuð. Það stoðar ekki að treysta á innblást-
urinn einan sér.1) Það, sem skilur skáld og aðra menn,
eru ekki hugmyndirnar; öðrum getur líka dottið ýmislegt
Sott í hug — en skáldið hefur framsetninguna fram yfir,
annars er hann ekki skáld!
Nú er það augljóst, þegar vér athugum skáldsögur
1) Sbi\ um þetta Sig. Nordal: Viljinn og verkið, Vaka 1929.