Kirkjuritið - 01.01.1935, Side 35
Kirkjuritið.
Sólarsýn.
23
ef til vill of mikið), þá er orsökin ein og hin sama;
Ilt eða ófullkomið starf. Þá er vegurinn ennþá hinn
sami: Að leggja á sig meira og betra starf, bæði til að
ryðja akur sinnar eigin sálar og svo til þess, að bæta
það þjóðfélag, sem vér lifum í — gera það vitrara og
góðgjarnara, uppræta það illgresi, sem sáir feiknum og
fyrnum í alt viðskiftalíf og sambúð mannfélagsins og
kveða niður þá drauga, sem vér hræðumst, er vér sjá-
um skuggann af þeim i hinu ytra lífi.
Það var §iður að miðsvetrarblóti forfeðra vorra og
gert að leik, sem þó jafnan fylgdi nokkur alvara, að
hafa heitstrengingar um hönd, stíga á stokk sem kallað
var, eða leggja fram hendur sínar á helga hluti, og
strengja þess lieit að vinna einhver afreksverk fyrir ein-
livern ákveðinn tíma eða hníga dauður ella. Þetta er
eitl af þvi fagra og góða í hinum forna sið feðra vorra,
sem lagðist niður með kristnitökunni að ófyrirsynju.
Því að einungis með þvi að leggja lífið að veði, getum
vér fengið það út úr lífinu, sem gerir það þess virði að
lifa því — einungis með því, að tefla orku vorri og kröft-
um á fremsta hlunn eru líkindi fyrir því, að störf vor
og líf geti fengið eilíft gildi. Einhver mundi nú benda
á, að sumar þessar heitstrengingar urðu að harmleik.
Það má benda á heitstrengingar Héðins og Helga í
Helgakviðu Hjörvarðssonar, heitstrenging Hólmkels að
Gaulum, heitstrenging Hallkels goða eða heitstrenging-
ur þeirra Karls hins rauða, Gríss og Klaufa í Svarfdælu.
I5etta voru heitstrengingar, sem allar enduðu með hlóðsút-
hellingum og óförum. — En það var jafnt á komið um
ullar þessar lieitstrengingar, að þær voru bornar fram
af illum eða óhreinum hvötum, og því hlutu afleiðing-
arnar að vera illar. Og þó var það eitt gott við þær, að
iafnan urðu þessir menn að gjalda dýrt glópsku sinnar
sjálfir, og fengu þannig að komast að raun um, að eng-
inn leggur óhegnt líf sitt að veði við ill eða auvirðileg
viðfangsefni. — Hitt var venjulegra, að heitstrenging-