Kirkjuritið - 01.01.1935, Side 39
Kirkjuritið,
KLUKKURNAR í SEVILLA.
Lestin rennur suður úr Sierra Morena, og Andalúsíu-
sléttan blasir við. Það er snemma morguns, líklega um
kl. 5. Við vöknum og förum að núa stýrurnar úr aug-
unum. Sólin er nýkomin upp, þessi sól, sem nú á enn
einu sinni að baka hlýjustu sléttu i Evrópu. Fólk er
komið út til vinnu þótt snemt sé. Það er betra að vinna
kvölds og morguns lieldur en um liádegið, þegar sólin
er kynt sem glaðast.
Við komum nú bráðlega að Guadalquivir, Vad-el-
Kabir, „fljótinu mikla“, sem rennir sér þóttalega veslur
eftir dalnum, áleiðis um Cordova og Sevilla. Það eru
^ógustaðir miklir, sem við erum nú að nálgast. Fljótið
^ylgir nokkurnveginn hæðadrögunum að norðan, alla
leið til Cordova.
Cordova er ekki stór bær né glæsilegur. En hér var
einu sinni svo að seg'ja miðstöð Evrópu. Hér lenti Ab-
derrahman, sá eini, sem undan komst þegar Ommejad-
amir í Damaskus voru brytjaðir niður. Hér setti bann
a st°fn nýtt kalífadæmi, sem náði smámsaman svo
'’uklum viðgangi, að það bar af móðurinni í Austurálfu.
f á merki sjást nú um þessa fornu frægð. Hér er hálf-
Serður kotbær, hvorki nýr né gamall. Við áttum okk-
111 a uppdrættinum og komumst á þráðbeina og breiða
Sotu, sem liggur frá járnbrautarstöðinni inn í bæinn.
-n er bún þrýtur tekur við völundarhús af krókóttum
°g þröngum götum, eða réttara sagt geilum. Það er ekki
Ve| lyktin i þessum geilum, en þær eru miklu sval-
an og notalegri en breiðu göturnar.