Kirkjuritið - 01.01.1935, Side 50
Kirkjuritið.
TRYGGINGAR.
Ritstjórar „Kirkjuritsins“ hafa óskað þess, að ég
ritaði um persónutryggingar, og þar sem ég er þeim
alveg sanunála um það, að þetta mál, sem i mínum
augum er hiklaust langmesta mannúðarmál og nauð-
synjamál þjóðarinnar, liggi sízt fyrir utan verksvæði
þessa rits, þá hefir mér þótt rétt að verða við þessum
tilmælum, þólt erfitt sé að eiga við þetta mál nú, vegna
jæss, livað mikið los er komið á peninga og allan verð-
mæli.
Tilgangur persónutrygginga er sá, að varna þvi, að
nokkur maður komist á vonarvöl fyrir ósjálfráð per-
sónuleg áföll, elli, sjúkdóma eða öryrkjahátt. Og' slíkar
tryggingar eiga að vera lögboðnar, menn eiga að vera
skyldir til þess að kaupa þær. Að löggjöfinni sé heim-
ilt að leggja slíkar skyldur á einstaklingana, liggur í
hinni viðurkendu skyldu eiiistaklingsins, að vera sjálf-
hjarga maður, eins lengi og eins vel og í hans valdi
stendur, og að henni sje þetla skylt, það getur enginn
sá maður efasl um, sem viðurkennir það sem skyldu
löggjafarinnar að stuðla að almennri velmegun og
vinna að jiví, að Iiver geti búið frjáls að sínu. En þvi
má ekki gleyma, að skyldutryggingin hefir sín eðlilegu
mörk, hún getur ekki náð lengra en til jæss að skylda
einstaklinginn til að vera sjálfbjarga, en að j)ví fengnu,
verður hitl að látast afskiftalaust, hvort lífskjörin verða
meira eða minna sæmileg. Væri og ekki nema sjálfsagt,
að mönnum yrði gefinn kostur á hærri tryggingu en
hinni lögboðnu, ef j)eir óskuðu ])ess, en vitanlega yrði
iðgjaldið þá að vera hærra.