Kirkjuritið - 01.01.1935, Síða 52
40
Gísli Skúlason:
Kirkjuritið.
atriðið er þó það, að með þessu móti myndaðist á stuttu
árabili svo öflug sjóðstofnun, að hún yrði fær um að
leggja fram fé lil fyrirtækjanna, svo að ekkert lífvæn-
legt fyrirtæki þyrfti að stranda á fjárskorti. Skal síðar
vikið að þessu þýðingarmikla atriði.
Annar lielzli tryggingarliðurinn en sj úkratrygging-
arnar, sem þegar hefir verið minst á, eru ellitrygging-
arnar. í ritgerð, sem ég ritaði í tímaritið „Iðunni“ 1921,
lijelt ég því fram, að ellitrjrgging, að uppliæð 000 kr. á
ári, ætti að greiðast hverjum manni frá 05 ára aldri.
Eg skal nú að vísu játa, eins og ég þegar hef tekið
fram, að mjög erfitt er nú að ætlast á um gildi pen-
inga, en miðað við þær ástæður, sem enn eru, sé ég þó
ekki ástæðu til að breyta skoðun minni á þessu. Reikna
ég þó með því, að þessi upphæð nægi til þess að varna
því, að gamalmenni þurfi að gefast upp á aðra til fram-
færslu, einkum þegar þess er gætt, að ellistyrktarsjóð-
urinn hefði nógan tíma til þess að koma upp hentug-
um elliheimilum, sem ættu kost á því að taka meira eða
minna af nauðsynjum sínum undir sjálfum sér. En
gamlir menn, sem heldur kysu að fá lífeyri sinn árlega
greiddan en ókeypis dvöl á elliheimili, ættu að hafa það
verulegan stuðning af honum, að þeir þyrftu ekki að
gefast upp.
Þá má engan veginn skilja eftir öryrkjatryggingar.
Þeir menn, sem eru óvinnufærir um lengra eða skemra
bil æfinnar, kannske alla æfi, mega sizt án þess vera
að vera trygðir. Hámark öryrkjatryggingar lmgsa ég
mér sama og ellitrygginguna, og að sjálfsögðu nyti eng-
inn elli- og öryrkjatryggingar samtimis. Öryrkjatrygg-
ing liugsa ég mér að menn fengju í fyrsta lagi frá 16
ára aldri, þ. e. a. s. frá þeim tíma, sem þeir hætta að
vera skylduframfæringar foreldra sinna. Og vel getur
það komið fyrir, að maður, sem um tíma liefir verið ör-
yrki, verði aflur vinnufær og' félli þá tryggingin að sjálf-
sögðu niður. Það segir sig sjálft, að örugt eftirlit verður