Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1935, Page 74

Kirkjuritið - 01.01.1935, Page 74
62 Erleridar fréttir. KirkjuritiS. íiæstliSnum desember fékk hann drep í annan fótinn, sem gerði aflimun óhjákvæmilega, en þá aflimun hefir hann ekki JjolaÖ og mun hann hafa andast á nýjársdag. J. U. Frá kirkjuþinginu á Fanö. Alþjóðakirkjuþing var háÖ á Fanö í Danmörku dagana 24.— 30. ágúst s. I. Þingið sóttu fulltrúar frá ýmsum löndum. Meöal þess, sem gjöröist á þinginu, má nefna: 1. Afstaðan til hinnar þýzku kirkjudeilu. £ samþyktunum um það mál segir meöal annars: „ÞingiÖ ber hlýjan hug til hinnar þýsku þjóÖar, og metur aö verðleikum þann' mikilvæga skerf, sem hin evangeliska þýzka kirkja hefir lagt til kristninnar og guöfræöilegra rannsókna". En jafnframl lýsir þingið yfir því, að einræði innan kirkjunnar, skerðing á samvizkufrelsi, skoðanakúgun og hefting málfrelsis, sé ósam- rýmanlegt hinu sanna eðli kirkjunnar. Þingið biður því í nafni fagnaðarerindisins um frelsi til handa bræðrum sinum innan þýzku kirkjunnar, prentfrelsi, frelsi til að halda kristilegar samkomur, frelsi ‘til að kenna æskunni meginatriði kristin- dómsins, og um vernd gegn því, að troðið sé upp á menn þeim lífsskoðunum, sem andstæðar eru kristinni trú. Þessum samþyktum lylgdi yfirlýsing frá þýzku fulltrúunum, þar sem meðal annars er komist svo að orði: „Þýzku fulltrúarnir eru þakklátir fyrir þann bróðurhug, sem þeir hafa fundið á kirkjuþinginu. En vér viljum undirstrika þáð, sem vér höfum haldið fram við umræður málsins, að vér teljum opinberar yfirlýsingar, sem snerta innri þróun hinnar þýzku kirkju, ekki vera til gagns“. í yfirlýsingu sinni mótmæla þýzku fulltrúarnir því eindregið, að einræði eigi sér nokkurn stað í þýzku kirkjunni, eða hömlur séu þar tagðar á boðun fagnaðarerindisins, og að æskulýðurinn fái ekki kristilegt uppeldi. Þvert á móti sé nú meiri áherzla lögð í Þýzkalandi á boðun fagnaðarerindisins en nokkru sinni fyr. 2. Upptaka Sovjet-Rússlands í Þjóðbandalagið. „Kirkjuþingið æskir þess, að við upptöku Sovjetríkisins í Þjóð- bandalagið verði ríkinu gjört það að skyldu, að leyfa fullkomið samvizkufrelsi og trúfrelsi innan vébanda sinna.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.