Kirkjuritið - 01.12.1935, Blaðsíða 11

Kirkjuritið - 01.12.1935, Blaðsíða 11
Kirkjuritið. Helgi mannlífsins. 405 illa mönnunum gengur að skilja, að gleðin er heilög? Er ekki meginhlutinn af útliafi sorganna runninn sam- an úr beizkum tárum þeirra, sem ekki liafa kunnað að ganga varlega um gleðinnar dyr? Þá göfugu list geta mennirnir aldrei lært af þeim, sem aðeins þruma gegn svndinni í mannlegu lífi, liana getum vér þá fyrst lært, er vér höfum lært að virða þá helgi, sem býr í djúpum vors eigin barms, það er fyrsta skilyrðið, því að þótl trú vor á Guð á himnum kunni að margfaldast, bænrækni vor að vaxa, og lofgerð streymi fram eins og lifandi lind lir hrjóstum vorum, þá er þó viðreisnarstarfið mesta og glæstasta það, að hefja upp í hærra veldi hugmyndir vorar um mannlegt líf, rixarkmið þess og heilagan til- gang. Þessi er hin kristilegasta uppeldisaðferð vor gagn- vart sjálfum oss, sem ég þekki, en hvað er þá um upp- eldi æskulýðsins? Vér verðum að reyna að innræta liin- um ungu lotninguna fyrir lífinu, tilfinninguna fyrir því, að það er heilagl í öllum myndum: I gleði og sorg, stríði og starfi. Vér verðum að reyna að vekja innra með þeim virðing fyrir öllu því göfga og góða, sem Guð hefir gefið mannlegri sál, og vekja síðan ábyrgðartilfinning lxeirra gagnvart þessum háleitu helgidómum. Á fæðing- arhátíð lians, sem gerðist fátækur mannanna vegna, yfir- gaf ljósheimadýrð og fæddist sein hlásnautt barji i jötu, lil þess að sýna mönnunum heilagt líf og benda þeim á helgidóma þeirra eigin sálna, á fæðingarhátíð hans, ætl- um vér að hugleiða þau sannindi, að ef bölvun lífsleið- ans á ekki að fá að gegnsýra líf vort, verðum vér að eignast eittiivert hrot af skygni lians á helgidóma mann- legra hjartna. Ef vér missum sjónar af þeim, er farsæld vor þrotin og gleði vor dauð. Margir láta sér fátt um trúarbrögðin finnast og vilja ekki láta sér skiljast, að þau eigi vandamikið verkefni að rækja meðal nútíma- manna, en sannleikurinn er sá, að þau eru að berjast örðugri baráttu fyrir þvi, sem óhjákvæmilega snertir dýpstu rætur mannlegrar farsældar og gæfu, þau eru

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.