Kirkjuritið - 01.12.1935, Blaðsíða 15

Kirkjuritið - 01.12.1935, Blaðsíða 15
Kirkjuritið. Hið fagra land vonanna. 409 gildi, og' ekki aðeins lífi einstakra manna, heldur og' lifi þess hóps, sem þeir starfa í. Því að það eru ávalt slíkir menn, sem setja allan blæ á lífið mnhverfis sig. Jafn- vel miljónum manna finst lifið einhvers virði vegna þess ljóma, sem ein mikil sál varpar frá sér. Mér dettur í hug Jón Sigurðsson og stjórnmálabarátta fslendinga á siðari hluta 19. aldar. Hvílíkt dauðans myrkur, ef hans hefði ekki notið við. Hann lýsir upp alla öldina! En það eru aðeins þeir, sem sjálfir hafa séð mikið ljós, sem kveikt geta á kyndlum fyrir aðra og skapað einnig i þeim viljann til dáða. Það er lotningin fyrir miklum hlutum, sem knýr menn áfram. Þegar hún þverr, seinkar ferðin, þegar liún deyr, fer mönnum að miða aftur a bak. — Það er lotningin fyrir guðdómlegum hlutum, sem drýpur inn í sálirnar eins og liimnesk dögg, sem endurnærir þær og' hressir. II. Og svo lialda sumir menn, að trúarbrögðin sé einskis- virði! — Trúartilfinningin byggist aðeins á skygni manna og næmleika fyrir ]iví dásamlega. í réttu hlut- falli við hæfileikann til lotningar stendur hæfileiki mannssálarinnar til að skilja það og meta, sem er fag- urt og yndislegt. Nýlega las ég sög'u af tveim mönnum, listmálara og timburkaupmanni, sem háðir stóðu og horfðu á sólar- lagið, þar sem sólin hné i roða bak við marglitan liaust- skóginn. Eftir langa þögn mælti listmálarinn: „Dásam- leg sýn, þetta er alveg dýrlegt“. Og timburkaupmaður- inn, sem einnig var í þungum þönkum, svaraði og sagði: „Satt segir þú. Þetta er afbragðs timbur. Mér reiknast til, þegar áætlað er fyrir skógarliöggi og flutningi, að maður gæti selt það fyrir 3 krónur fetið“. Þessir menn lifðu sinn i hvorum heimi, þótt þeir horfðu báðir til söniu áttar. Annar átti fegurðartilfinn- ing og djúpa lotningu til i sál sinni og sá dýrð og ljóma

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.