Kirkjuritið - 01.12.1935, Blaðsíða 38

Kirkjuritið - 01.12.1935, Blaðsíða 38
432 Á. G.: Oxfordhreyfingin. Kirkjuritife. Fyrir okkur íslendinga, sem enn skortir persónuleg kynni af starfi Oxfordmanna, er varlegast að kveða ekki upp neinn fulln- aðardóm um hreyfinguna að svo stöddu. En það er rétt fyrir okkur að afla okkur fróðleiks um hana af bókum og blöðum, svo að við eigum hægara með að átta okkur, þegar við stöndum andspænis henni hér á landi. Orð Gamaliels i Postulasögunni hin djúpviturlegu eiga enn við: „Ef þetta ráð eða verk þetta er af mönnum, verður það að engu, en ef það er af Guði, þá megnið þér ekki að yfirbuga þá. Eigi má yður það henda, að þér jafnvel berjist gegn Guði“. A. G. FRÉTTIR. Séra Páll Stephensen, sem þjónaði síðasl Norðfjarðarprestakalli en áður Holts i Ön- undarfirði, andaðist í Kaupmannahöfn (i. nóv. eftir langa van- heilsu. Minningargrein um hann verður að biða næsta heftis Kirkjuritsins. Þorgeir Jónsson cand. theol. hefir verið settur prestur í Norðfjarðarprestakalli. Vígsla hans fór fram í Dómkirkjunni 24. nóv. Æskulýðsfundir. Dagana 17. nóv.—1. des. hafa verið haldnir mjög fjölsóttir æskulýðsfundir i húsi K. F. U. M. Ýmsir ungir menn hafa flutt erindi, þar á meðal þrír stúdentar úr guðfræðideild Háskólans. Einn þeirra, Jóhann Hannesson, og Magnús Runólfsson cand. theol. hafa stjórnað flestum samkomunum. Magnús hefir einnig prédikað sjálfur. Enda veitir hann K. F. U. M. forstöðu, meðan séra Friðrik Friðriksson þjónar Garðaprestakalli á Akranesi. Fundir þessir bera Ijóst vitni um brennandi áhuga þeirra, seni að þeim standa, og má gjöra sér vonir um það, að þeir hafi farið eldi um hugi margra æskumanna, er á þá hlýddu, og start þeina verði til mikillar blessunar. A. G.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.