Kirkjuritið - 01.12.1935, Blaðsíða 32

Kirkjuritið - 01.12.1935, Blaðsíða 32
426 Ásmundur Guðmundsson: Kirkjuritið. Ýmsir væntu mikils af henni, en lögðu þó áherzlu á, að „prófa skyldi alla hluti“, sem hún hefði að bjóða, og „halda aðeins því, er bezt væri“. Formaður Innra trúboðsins Chr. Bartholdy kvaðst vænta samstarfs við hreyfinguna og meiri vakningar með þjóð- inni. f ársbyrjun 1935 varð komið á allstórum landsfundi, og stóðu aðallega fyrir honum fylgismenn hreyfingarinnar í Árósum og á Mið-Jótlandi. Fundarmenn urðu um 1000 alls, meginþorri jjeirra Innra trúboðs fólk. En vakningaraldan, sem búist var við, reis ekki. Ýmsir urðu því fyrir sárum vonbrigðum. Þannig skrif- aði t. d. einn prestanna: „Við höfum komist að raun um það, að við erum of ungir og eigum ekki þrótt til að valda svo stór- um fundi. Einkum liafa þau mót mistekist, sem allir hafa átt aðgang að“. Afstaða fundarins til þjóðkirkjunnar þótti einnig óljós, og var þessvegna látið svo ummælt, að „það væri mikið mein, að kirkja yrði ráðþrota gegn þessari hreyfingu, sem þyrfti að halda i skefjum, ef hún ætti ekki að koma kirkjunni í öngþveiti". Aðrir töldu mótið hafa reynst eftir vonum. Og áfram héldu umræðurnar um hreyfinguna, og erindi voru flutt. Þannig var smámsaman búið betur og betur í haginn fyrir Oxford- flokkinn, sem nú var einráðinn í þvi að heimsækja Dani næst á eftir Norðmönnum. Dvölin í Kaupmannahöfn. „Oxfordmenn yfir okkur“ stóð feitletrað í Kaupmannahafnar- blöðum 22. marz. Buchman var kominn frá Noregi og 2—300 manns með honum, sumir frá Englandi og aðrir frá Noregi. Hotel Phönix var aðalbækistöð þeirra. Kirkjan tók þeim opnum örmum. Sjálandsbiskup ætlaði að hefja umræður á fyrsta fund- inum, Ussing stiftsprófastur hafa þar forsæti og Brodersen stifts- prófastur vera túlkur. Bíkisstjórninni var boðið, þingmönnum Ríkisdagsins, borgarstjórn Kaupmannahafnar og fjölda nafn- kendra manna. Blaðamenn birtu viðtöl við Buchman. Hann sagði, að það væri um meira að ræða en vakningu. Hann vænti andlegrar byltingar, sem ef til vill gæti leilt til nýrrar og vold- ugrar siðbótar. Fjöldi fólks stóð á öndinni af eftirvæntingu. Svo leið að fyrsta fundinum, 27. marz. Kl. 7a/2 var ræðum út- varpað um landið. Öll þjóðin hlustaði. Kl. 814 byrjuðu ræðu- höld í Odd-fellowsalnum. Oxfordmenn sátu þar á palli, hlutar þeirra voru ungir menn, fyrir innan hálfþritugt. Engin11 ræðustóll, ekkert af þessu venjulega tilstandi. Biskupinn og stiftsprófasturinn tóku fyrstir til máls, þá Buchinan og svo fleiri og fleiri úr flolcki hans. Fólk gat einhvern veginn ekki áttað sig

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.