Kirkjuritið - 01.12.1935, Blaðsíða 16

Kirkjuritið - 01.12.1935, Blaðsíða 16
410 Benjamín Kristjánsson: KirkjuritiS. liimnanna. Hinn átti enga lotningu en aðeins ágirnd á peninga og þessvegna sá hann ekkert annað en það, hvern- ig hægast mundi vera að spilla þessari fegurð og græða fé á. Þannig er háttað um afstöðu svo margra manna gagn- vart trúarbrögðunum. Þeir staðnæmast ekki einu sinni til að rökræða um það, hvort þau séu nokkurs virði. Það liefir aldrei runnið upp í huga þeirra nokkur dagsbrún af hugmynd um það, livað trúarbrögðin í rauninni eru. Þeir iiafa aldrei séð, ekki einu sinni í hillingum, for- tjald þeirrar opinherunar, sem trúin sviftir frá sýn þeirra manna, sem lotninguna hafa öðlast i sál sína. Og þessvegna lifa þeir, eins og timburkaupmaðurinn, í öðr- um heimi og sjá aldrei nema ömurlegustu úthverfu lilut- anna. Þeir sjá aðeins veröld dauðans og moldarinnar, en ekki veröld lífsins og draumanna. Þess vegna ger- ast þeir lífinu fjandsamlegir og setjast í sæti háðgjarnra, til þess að svala friðlausri sál sinni. — Vér þurfum ekki annað en að fletta upp i Nýja testamentinu til að sjá, hversu gersamlega þessi afstaða er frábrugðin afstöðu Jesú Krists til lífsins. Þó að hann væri stundum livassorður, þá fyrirleit hann þó aldrei mennina sjálfa. Ilann trúði á þá, jafnvel hversu djúpt sem þeir voru fallnir. Honuni liefði aldrei komið til liugar, að tala um það við lærisveina sína, þegar hann var á ferðum sínum umhverfis Galileuvatnið, eða þeg- ar hann ferðaðist suður til Jerusalem og gisti í Betaníu, Iiversu nauða þýðingarlaust og ómerkilegt lífið væri á svona stað. Hann liafði vafalaust glögt auga fyrir öllu því, sem áfátt var i fari mannanna og honum virtust margir þeirra vera eins og týndir synir. En honum datt aldrei í hug að fyrirlila þá fyrir það. Hann var sann- færður um það, að köllun sín lægi i því, að leiða þá til réttara veg'ar, sem vilst höfðu út á refilstigu óham- ingjunnar, og hann trúði því, að það væri liægt og að það væri þess virði.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.