Kirkjuritið - 01.12.1935, Blaðsíða 34

Kirkjuritið - 01.12.1935, Blaðsíða 34
428 Ásmundur Guðmundsson: Kirkjuritið. jafnt og þétt, taldist svo til, að þátttakendur hefðu alls orðið um 20000 þessa daga. En hvað hafði nú hreyfingunni orðið ágengt — annað en það að komast í háinæli? Hún náði föstum tökum á mörgum mönnum. Síðasti fundurinn i Odd-fellowhúsinu var ætlaðurþeim eingöngu, sem vildu vera með i því að reyna að hafa áhrif á líf annara manna til breytingar og bóta. Komu svo margir, að þeim nægðu ekki önnur salakynni en stóri salurinn. Þá varð mól- spyrnan gegn hreyfingunni einnig til þess að efla hana. Það var boðað til andmælafundar, en þar var tekið svari heiinar svo kröftuglega, að hún fór sigri hrósandi af hólmi. Næstu vikuna dreifðu Oxfordmennirnir sér um borgina og töluðu í kirkjum, safnaðarhúsum og á heimilum. Sumir fóru hurt, en aðrir komu i staðinn, svo að alls munu hafa starfað um 500 útlendingar þennan tima í Kaupmannahöfn, eða miklu fleiri en i Noregi. Af þessum mönnum má nefna t. d. Streeter heimsfrægan háskóla- kennara frá Oxford, Loudon Hamilton, einn af fyrstu brautryðj- endurn hreyfingarinnar i Oxford, Roots biskup frá Kína, pró- fessor Wood frá Harvard, prófessor Spoerri frá Sviss og Norð- mennina Ramm og Fangen. Þeir töluðu allir einkum um það, hvernig líf þeirra- hefði verið áður og hvernig það væri nú. Það var oft tilbreytingalítið tal og iðulega ekki veigamikið, en sumt var þó mjög átakanlegt og áhrifamikið, og að jafnaði var það eitthvað, sem festi rælur i hugum áheyranda. Fjöldanum lék forvini á að vila, hvaðan þeir fengju fé til að kosta svo dýra dvöl. En það var í rauninni einfalt mál. Þeir, sem áttu peninga, borguðu fyrir sig sjálfir og eitthvað líka fyrir aðra, ef þeir gátu. Þeir hófu enga fjársöfnun, en fengu það, sem þeir þörfnuðust. Vinir studdu starf þeirra. Þeir leituðu margra, og margir leituðu þeirra. Einkaviðræður þeirra komu mestu til vegar. Þeir luku störfum í Kaupmanna- höfn að sinni um miðjan apríl, og lét þá Ramm ritstjóri svo um mælt, að nú væru borgarbúar teknir að skilja, í hverju starfs- aðferð Oxfordmanna væri fólgin. Það varðaði mestu um það, sem allur flokkurinn ynni í heild sinni en ekki hver einstakur um sig, því að þeir væru ekki aðeins einstaklingar, heldur einnig meðlimir í samfélagi, bræður og samferðamenn, sem hefðu rifið niður allar skorður sín á milli. Árangurinn af starfinu væri þegar orðinn enn meiri en í Osló á sama tíma, og þeir myndu ekki hverfa burt, Oxfordmenn, fyr en hreyfingin hefði fest rætur í landinu.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.