Kirkjuritið - 01.12.1935, Blaðsíða 19

Kirkjuritið - 01.12.1935, Blaðsíða 19
Kirkjuritið. Hið fagra land vonanna. 413 Yér skulum nú taka hið sama dæmi, sem ég hóf mál mitt á: Ef Móse hefði aldrei trúað því, að vitrunin hjá Hó- rebsfjalli væri frá Guði, mundi hann aldrei hafa leitt Israelslýð burt frá Egiptalandi. Þjóðin mundi hafa vesl- ast þar upp í þrældómi og' hörmung. Móse liefði aldrei orðið heimsfrægur maður fyrir lietjudáð og viturleik. Riki Gyðinga mundi aldrei hafa verið stofnað. Sálmar Davíðs mundu aldrei liafa verið ortir. Á svona miklu getur það oltið, hvort einn máður trúir eða ekki! Áhrifin af trú eins manns geta orðið svo víðtæk og' óyfirsjáanleg, að þau gerbreyta ekki aðeins lífi hans sjálfs, heldur einnig lífi óteljandi kynslóða — lífi niargra þjóða. — En afleiðingarnar af trúleysi eins manns er auðveld- ara að reikna út: Maður, sem engu trúir, mun áreiðanlega ekki bjarga neinni þjóð. Hann bjargar ekki sjálfum sér. Hann gerir sig að hláþræði i lífsvef þeirrar kynslóðar, sem liann lifir með og að brostnum lilekk, þar sem heill skvldi vera. Afstaða lotningarinnar gagnvart lífinu er ein og hin sama og afstaða trúarinnar. Sumir mundu segja, að margur vísindamaðurinn trúi litlu um lífið, en hafi þó reynst lífinu og sínu samfélagi nýtur. Þetta er ekki rétt skoðun. Enginn hefir orðið mikill vísindamaður, nema því að eins, að hann liafi borið djúpa lotningu fyrir leyndardómum tilverunnar og mikla trú á óendanlega dýrð lífsins og óendanlega möguleika þess. Og þó að menn geri sér það ef til vill ekki ljóst, þá liefir þessi trú öll einkenni sannrar Guðstrúar og er henni í raun og veru ekkert frábrugðin, þótt nöfnin sé önnur, sem menn nota yfir hugtökin. Og það skiftir minstu, því að árangurinn er hinn sami: Óbugandi starf þeirra og löng- un til að notfæra möguleika lífsins mannkyninu til góðs. —

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.