Kirkjuritið - 01.12.1935, Blaðsíða 35

Kirkjuritið - 01.12.1935, Blaðsíða 35
Kirkjuritið. Öxf ordhreyf ingin. 429 Vorstörf um Sjáland og Fjón. Næst voru ákveðnar heimasamkomur um Sjáland og Fjón og fyrst haldið til Haslev á Sjálandi. Hafði verið talsverðum vandkvæðum bundið að finna hagkvæman stað, en „andinn" benti á þennan. Alt geklc ágætlega. Bærinn gat hýst 800 setugesti. Skrifstofa var sett á laggirnar á járnbrautarstöðinni. Hraðlestir voru sendar þangað, og Englendingar tóku á móti Dönunum og komu þeim fyrir. Tólf daga var dvalið í bænum og þrjár heima- samkomur haldnar. Sú fyrsta var aðallega fyrir námsmenn, önn- ur fyrir presta og hin þriðja fyrir verzlunarfólk. Aðalmótið var haldið í húsi Innra trúðboðsins, en svo voru einnig jafnhliða fundir annarsstaðar. Kvöldið fyrir páska voru G00—700 manns til altaris í kirkjunni Og þáð kvöld og páskarnir liðu þannig, að margir töldu, að Haslevmótið yrði ógleymanlegt í kirkjusögu Dana. Þó komst hrifningin á hæsta stig siðasta mótsdaginn, sunnudaginn eftir páska. Þá voru kirkjugestir 2—3 þúsundir víðsvegar að af Sjálandi. Áhrifin af mótinu ristu djúpt i hjört- um manna. Kunningskapurinn, sem hófst þar, varð innan skamms að einlægu samlifi og menn sögðu hverir öðrum allan hug. Hreyfingin var að festa rætur, og það ekki sízt hjá fólkinu í héraðinu. Bærinn varð annar á eftir, og andinn breyttist svo í lærða skólanum, að nemendur töluðu sjálfir við sunnudagaguðs- þjónustu. Tilkomumest ræða þótti prédikun Roots biskups um krossinn á skírdagskvöld, og ræður 15—20 enskra presta, sem komu snöggva ferð frá Englandi, báru langt af ræðum alls þorra dönsku prestanna. Þátttakendur í fundahöldunum voru mjög glaðir og ánægðir yfir þeim. Buchman hugði, að andleg endur- reisn myndi leiða af þeim fyrir Danmörku. Ramm tók i sama streng og taldi vöxt og viðgang Oxfordhreyfingarinnar í Dan- mörku ennþá vissari en í Noregi. En mesta athygli vöktu ef til vill ummæli Streeters, að hann hefði að vísu áður flutt fyrirlestra um Rómverjabréfið, en fyrst nú í Danmörku skilið lil fulls, hvað réttlæting af trú væri. í Haslev féllust Oxfordhreyfingin og danskt safnaðarlíf i faðma. Nokkurar vikur liðu, unz næstu heimasamkomurnar voru haldn- ar. En á þeim tíma virtist hreyfingunni enn vaxa megin bæði i Danmörku og Noregi. Hugsanirnar gátu ekki annað en snúist um hana bæði í ræðu og riti. Glögt dæmi þess var m. a. biskups- vígslan í Frúarkirkju, er Sjáiandsbiskup vígði Axel Rosendal til biskups i Hróarskeldu, en Brodersen lýsti vígslu. í öllum ræðun- um var vikið að Oxfordhreyfingunni. Rosendal hafði lýst því eftir biskupskjör sitt, að hreyfingin myndi ekki lifa út sumarið

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.