Kirkjuritið - 01.12.1935, Blaðsíða 37

Kirkjuritið - 01.12.1935, Blaðsíða 37
KirkjuritiS. Oxfordhreyfingin. 431 snerust aðallega um Oxfordhreyfinguna, þær voru yfirleitt mjög vingjarnlegar, en sumir ræðumenn brýndu það þó mjög fyrir áheyröndum að vera á varðbergi gegn henni. Buchman var enn um hríð í Danmörku eftir að félagar hans voru farnir, meðal annars vikutíma í Árósum til þess að undirbúa störf fylgismanna sinna þar og annarsstaðar á Jótlandi. Flokkarnir konm 1. ágúst, 300 útlendingar og seinna bættust 100 við. 300 Danir störfuðu með þeim. Fundir og heimasamkomur voru í ýmsum borgum, svo sem Árósum, Horsens, Álaborg, og á Fanö mest allan mán- uðinn. Aðsókn var engu minni en áður, að mörgum kvöldfund- um 4—5 þúsund manns. Af nýjum starfsmönnum má nefna Foss Westcott erkibiskup frá Indlandi. Hann hélt því í'ram, að Ox- fordhreyfingin myndi gjörbreyta störfum heiðingjatrúboðsins. Um sama leyti var staddur í Danmörku á annars konar fundi biskup frá York. Blaðamaður spurði hann, hvort hann héldi, að hreyfingin myndi leysa vandamál veraldarinnar og einstakling- unna, en hiskupinn starði aðeins undrandi á hann. Ekki minni var skoðanamunurinn milli dönsku biskupanna. Bruun-Rasmus- sen biskup í Árósum var mjög hvassyrtur um hreyfinguna, en Fuglsang-Damgaard kvað það ætlun sína, að nú færi andi Drott- iris um landið. í sama streng tók Chr. Bartholdy. Hann taldi þessa vakningu senda af Guði, eins og staðreyndirnar sýndu. Áhrif hennar myndu rista djúpt. Síðan þessari sumardvöl Oxfordmanna á Jótlandi lauk, hafa Danir af eigin rammleik barist fyrir útbreiðslu hreyfingarinnar heima hjá sér. Hefir ekkert lát orðið á starfi þeirra, eins og sjá má af fundinum fjölmenna i Forum, sem sagt var frá í síðasta hefti Kirkjuritsins. Enn má sérstaklega geta ummæla Sjálandsbiskups i „Kirke- hg Haandbog 1935“, sem er nýkomin út: „Oxfordhreyfingin er gædd óbifanlegri trú á það, að kristindómurinn húi yfir eilífðar- oflum, sem fái sigrað heiminn, og hún vill greiða þeim veg inn 1 mannlífið. Hún hefir undursamlega hæfileika til að ná til sem flestra og hefir opnað heim fagnaðarerindisins mörgum, sem aður þektu það naumast af afspurn. Styrkur hennar er fólginn í ^algæzlunni. En jafnframt opnar hún viðan sjóndeildarhring og sýnir, að eina leiðin til siðhótar í þjóðlífi, félagslífi og stjórn- oialalífi sé sú, að einstaklingarnir verði nýir og betri menn. Heimurinn er orðinn leiður og þreyttur á lífsskoðun efnishyggj- onnar. Hann órar fyrir eilífðaröflunum, sem liggja tilverunni að haki. Þessvegna tekur hann nú Oxfordhreyfingunni fegins hendi“.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.