Kirkjuritið - 01.12.1935, Blaðsíða 23

Kirkjuritið - 01.12.1935, Blaðsíða 23
Kirkjuritiö. ÆSKUMINNINGAR UM SÖNG OG SÖNGMENN. í ungdæmi mínu var engin skemtun liöfð í eins mikl- um hávegum sem söngur. Hann lifði á vörum fólksins og var iðkaður daglega i heimaliúsum, einkum á vetrum, bæði við liúslestra, sálmasöngurinn, og kvæðalög i rökkr- um, áður en kvöldvaka byrjaði. Fyrir þessa miklu rækt, sem lögð var við sönginn, varð fólkið ófeimið og fram- yfir allar vonir smekkvíst á það að byrja lög á hæfileg- um tónum. Allur söngur lærðist þá aðeins eftir eyra, eins og móðurmálið, án þess að fólkið gæti notið leiðbeiningar í þeim efnum af þeim mönnum, sem nokkurn lærdóm höfðu hlotið i þeirri ment, hvað þá að við nokkurt hljóð- færi væri að styðjast. Auðvitað var þá sem nú mikill munur manna á skilningi og smekkvísi og þá ekki síður hinni meðfæddu raddfegurð. En hin daglega æfing gerði fólkið öruggara og lagvissara en ella, þótt oft vildi út af bera. Það þótti aldrei hæfa að láta þá menn syngja með, sem voru hjáróma og ekki komust undir, eins og það var orðað. Þó átti það sér stað, að meðal kórbænda voru sumir hræðilega hjáróma og það svo, að rödd þeirra heyrðist helzt vera undir kirkjugólfinu. Gátu slíkir menn eyðilagt unað þann og andakt, sem góður kirkjusöngur hinna eldri manna hafði i för með sér, þótt lítt væru lærðir i þeim efnum. Ég heyrði það orðtak í æsku, að söngurinn væri fögur list, niögur. Var þar átt við, að hann gæfi ekki peninga í aðra hönd. Þess voru þá lieldur ekki nokkur dæmi, að forsöngvarar í sveitakirkjum væru launaðir fyrir það 27

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.