Kirkjuritið - 01.12.1935, Blaðsíða 28

Kirkjuritið - 01.12.1935, Blaðsíða 28
422 Kristleifur Þorsteinsson: Kirkjuritið. menn, og í mínum eyrum var söngur þeirra bæði hrífandi og skemtilegur. Þessir menn voru Sigurður Sigurðsson í Karlsbrekku í Þverárlilíð og Guðmundur Ólafsson, smiðs Péturssonar. Ég kom fyrst í Borgarnes um vorlestir 1874. Þar var þá engin bygð, en þrjú vöruskip frá dönskum kaupmönn- um lágu þar við festar. Ferðamannatjöld voru þar víðs- vegar um nesið og mikill fjöldi hesta. Ég var með Birni bróður mínum, sem síðar varð bóndi í Bæ, og Stefáni bónda í Kalmanstungu. Heyrum við þá söng frá einu tjaldinu, sem okkur þótti fallegur. Biðum við um stund og lilustuðum. Þá segir Stefán: „Þekkið þið ekki þessa rödd? Svona syngur enginn nema Sigurður í Karlsbrekku". Við litum þá inn í tjaldið og sáum þá, að Stefán hafði rétt að mæla. Þar voru þá nokkrir menn að lilýða á sönginn. Þeirra á meðal var Erlendur bóndi á Jarð- langsstöðum. Þegar Sigurður hafði lokið söngnum, mælti Erlendur: „Góði Sigurður komdu nú beim að Jarðlangs- stöðurn með mér. Ég á söngelska dóttnr, lofaðu benni nú að heyra söng þinn, ég skal gefa þjer spesíu fyrir ómak- ið“. Ég get þessa sem dæmis um það, að fólkið var þá, engu síðúr en nú, sólgið i það að heyra söng, þegar bann lét vel í eyrum, eins fyrir það, þótt sungin væru göm- id lög’. Guðmundur Ólafsson var að flestra dómi bezti söng- maður í Borgarfjarðarsýslu á sinni tíð. í ellinni átti bann Iieima í Kalastaðakoti og lifði þar við fátækt. Fór bann á vetruin í heimsókn um Reykholtsdal, Hálsasveit og Hvítársíðu. Var honum víða fagnað, mest vegna lians fögru raddar. Dvaldi liann oft nokkrar nætur bjá þeim, er voru kærstir vinir söngs og sálma. Hlakkaði ég mjög til komu bans. Dvaldi hann sjaldan skemur en viku bjá móð- ur minni í þeim ferðum. Það var fyrir sönginn, sem hann þótti svo g'óður gestur og flestum öðrum eftirsóknarverð- ari. Guðmundur kunni öll Grallaralögin og Iiéll sig við þau til æfiloka.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.