Kirkjuritið - 01.12.1935, Blaðsíða 10

Kirkjuritið - 01.12.1935, Blaðsíða 10
404 Jón Auftuns: Kirkjuritið. að koma auga á það regindjúp, sem aðskilur afstöðu lians til mannlegs lífs og' þá afstöðu, sem nú er.að verða tízka á sviði bókmeiita og lífsskoðunar mikils þorra manna. E'n á þessa leið hlýtur óhjákvæmilega að fara, þegar einstaklingarnir glata þeirri háleitu liugsjón um itelgi lífsins, sem Kristur kom i heiminn til þess að boða, liann, sem með sínu eigin flekklausa og heilaga lífi og með kenningu sinni og dauða varði öllum stundum til Jtess, að reyna að láta mennina finna til þess, að líf þeirra væri heilög Guðs gjöf og að það væri því hið versta guðlast að svívirða það og saurga. Það er þessi hugsun, sem liggur til grundvallar fyrir því, sem einna fegurst og einfaldast hefir verið sagt á íslenzka tungu um lielgi mannlegs lífs: „Það verður i bók þess svo varlega að skrifa, sem veikur er fæddur og' stutt á að lifa“. Og liversvegna hvetur skáldið til þessarar miklu varúðar? Auðvilað vegna þess, að lífið er heilagt i marg- breytni þess í gleði og sorgum, og lán eða lánleysi lífs vors er undir þvi komið, livort vér virðum þessa lielgi eða ekki. Boðskapur Krists er lcnýjandi kall til mann- anna um að riða með varúð á veraldarál, svo að hvert það spor, sem eftir er skihð, sé verðugt þeim, sem eru Guðs hörn, börn liins heilaga föður, og systkini manns- so4J„rins, sem í jötunni fæddist liina lieilögu nótt. Með varúð og djúpum innri liljóðleika eigum vér að ganga inn um dyrnar að musteri sorgarinnar, hvort sem Guð reisir það musteri í hreysi eða í höll, því að sorg' vor er lieilög. „Sorgin“, segir einn frægasti rithöf- undur vorrar aldar, „er lieilög, hún er sakramenti, sem vér ættum að veila viðtöku með knéfalli“. Því ber þeim, sem Guðs börn eru, að ganga hljóðlega að dyrum hins mikla helgidóms. En ekki ber oss síður að ganga hægt um gleðinnar dyr. Sorgum mannanna fylgir jafnan sú alvara, sem brynjar þær gegn guðlausri grimd og ruddaskap, en get- ur nokkur talið þau tár, sem af því hafa hlotist, liversu

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.