Kirkjuritið - 01.12.1935, Page 22

Kirkjuritið - 01.12.1935, Page 22
B. Kr.: Hið fagra land vonanna. KirkjuritiÖ. 416 bera höfuðin hæst í minningum fortiðarinnar. Það eru trúarhetjurnar, sem rutt hafa brautina fyrir nútíð og framtíð. Það eru trúarhetjurnar, sem altaf sjá möguleik- ana, þar sem aðrir sjá ekki neitt, nema hyldjúpan næt- urhimin heltan fullan af myrkri. Oss skortir fyrst og fremst ímyndunarafl trúarinnar. Oss skortir sárlega fegurð trúarbragðanna inn í sálir vorar. Til er enskur söngur, sem oft er sunginn og mjög Iiefir orðið hjartfólginn engilsaxneskum þjóðum. Söng- urinn heitir: The beautiful isle of somewhere, sem þýðir bið fagra eyland vonanna, og þetta er efni ljóðsins: Einbversstaðar er sólskinið bjartara, dagarnir lengri og lilýrri og skuggarnir færri — einliversstaðar á fagra- landi vonanna. — Einbversstaðar er baráttunni lokið, vináttan orðin Iieilli og einlægari, ástúðin sannari og meiri — lífið sælla. Einhversstaðar blasa við oss þessi fögru hlið andans, þar sem englarnir, klæddir dýrindis skrúða, laka við oss og leiða oss á fund vorra yndislegustu drauma — einhversstaðar í fagralandi vonanna á bak við sól og mána. Mættum vér ávalt eiga inst í sál vorri, i blikandi draumaskýi, ósnortið af vanhygð vorri og stundargirnd- um — þetta fagra land vonanna og trúarinnar. — Mættum vér ávalt blúa að þeim hugsjónum, sem eru fagrar og dýrlegar og geta þessvegna orðið vor andlegi jólaeldur og skjól, þegar burt er sólin. Þann rétt getur hver maður áskilið sér í ríki Guðs. — Benjamín Kristjánsson.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.