Kirkjuritið - 01.12.1935, Blaðsíða 36

Kirkjuritið - 01.12.1935, Blaðsíða 36
430 Ásmundur Guðmundsson: Kirkjuritið. í Danmörku, og Brodersen gat ekki stilt sig um að víkja nokk- uruin orðum að andstöðu hans. En biskupinn nýi svaraði eitt- hvað i þá átt, að hann gœti ekki séð, að það hefði neitt gildi fyrir kirkjuna, þótt menn höðuðu út höndum og fótum. Á Fjóni störfuðu Oxfordmenn 16.—25. maí, og var störfum liagað eins og á Sjálandi. Fyrst voru opinberir fundir i Óðinsvéum, þá úti um héruðin á Fjóni og loks heimasamkoma að Nyborg Strand. Aðsókn var afarmikil, einn daginn i Óðinsvéum voru t. d. á fundunum 7000 áheyrendur og auk þess fjöldi við guðs- þjónustu i kirkju Knúts helga. Fimtán Danir störfuðu með útlend- ingunum á fundunum, og var nú stefnt að því, að koma upp dönsku einvalaliði, er héldi síðar áfram starfinu án tilstyrks frá öðrum þjóðum. Seinasti dvalarstaður Oxfordmanna í þessum leiðangri til Danmerkur varð Helsingjaeyri dagana fyrir hvítasunnu og hvítasunnudag 9. júní. Skyldi flytja þaðan hvítasunnuboðskap- inn út um Norðurlönd. Svíar voru ekki sizt hafðir í huga, því að þar á hreyfingin enn aðeins örfáa fylgismannaflokka á dreif um landið. Meðal þeirra er Rúnestam háskólakennari í Uppsöl- um, tengdasonur Söderbloms. Heimasamkomurnar voru sem fyr ágætlega sóttar, og kom það sér vel, að Helsingjaeyri gat hýst 2000 næturgesti. Flestir voru þar aðfararnótt hvítasunnu. Á hvítasunnudag var mót i hallar- garðinum í Krónborg og söfnuðust þangað saman um 10 þúsund manns. Mörgum gjallarhornum var komið upp og öllu, sem fram fór, útvarpað um Norðurlönd og víðar um Evrópu. Tveir sálm- ar voru sungnir, en frægur óperusöngvari liafði áður æft söng- sveitirnar. Þá söng finsk söngkona lofsöng, en leikhússtjóri las hvítasunnufrásögnina. Því næst lagði Buchman út af henni og lauk máli sínu með því, að einhver þjóð yrði að hafa forystuna og beina kynslóðunnm út úr yfirstandandi nauðum. Þá töluðu margir ræðumenn af ýmsum stéttum og birtist í ræðunum heit þrá eftir sterkviðri andans, svo að rofaði til í framtíðarmistrinu yfir veröldinni. Síðast lýsti Sjálandsbiskup blessun Drottins yfir söfnuðinum og sálmurinn „Fögur er foldin“ var sunginn. Skömmu seinna tóku Englendingarnir sig upp og héldu til Ox- ford, en þeirra var vænst aftur um haustið eða miðjan vetur. Sumardvöl á Jótlandi. Hálfur annar mánuður leið þó aðeins, þangað til þeir komu aftur. Þeim tíma var varið af fylgismönnum hreyfingarinnar til stórra fundarhalda. K. F. U. M. og K. F. U. K. héldu landsmót, Innra trúboðsmenn ársþing og kristnir stúdentar fund. Umræður

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.