Kirkjuritið - 01.12.1935, Blaðsíða 20

Kirkjuritið - 01.12.1935, Blaðsíða 20
414 Benjamin Kristjánsson: Kirkjuritið. III. Svo er ennþá eitt viðhorf þessa máls, sem vér megum ekki ganga fram hjá. Auk þess, sem afstaða lotningarinnar er gagnvart líf- inu beinlínis skapar hvatirnar og möguleikana fyrir öll- um framförum, er það heldur enginn samanhurður, liversu miklu hamingjnsamlegra það hugarfar er, sem þannig getur fundið til, en liitt, sem eklci á neitt ímynd- unarafl, eða gerir sér neitt heilagt. Það er sagt, að á síðustu tímum rómverska ríkisins, þegar allar trúar- og siðferðishugmyndir voru í upp- lausn, þá liafi sjálfsmorð farið ákaflega í vöxt, og sýnir það ekkert annað en örvænting þeirrar kynslóðar. Hin ískyggilega liækkandi tala sjálfsmorða meðal hinna vestrænu þjóða fær mann nú til að reima grun i, livern enda sú liugarstefna fær vor á meðal — sem hættir að sjá vitranir Guðs mitt á meðal hversdagslegra hluta, sem liætt er að sjá dýrð hans loga jafnvel í þyrnirunn- anum og liætt er að lieyra rödd hans og trúa á skip- anir hans. Maðurinn er fljótur að komast til hotns í sjálfum sér, ef liann trúir því ekki, að veikleiki sinn verði upp- svelgdur af styrkleika annars, sem honum er meiri. Og þegar þeim grundvelli er kipt burt undan hugsanalífi voru og lifsskoðun, þá er hætt við, að fari fyrir oss eins og sál skáldsins, sem sá ekkert á bak við sig nema: Hyldjúpan næturhimin lieltan fullan af myrkri —. Þá er liætt við, að vor andlegi máttur veslist upp og vér fyllumst örvæntingu og lífið verði oss að kvöl. Meðal kaþólskra þjóða, sem yfirleitt eru ekki ennþá farnar að efast um tilveru Guðs og dýrlingana, er tala sjálfsmorðanna miklu lægri. Og það sýnir, að þessar þjóðir eru yfirleitt liamingjusamari og áliyggjuminni. Ef vér komum inn í dómkirkjur sumra kaþólsku land- anna og sjáum alt það skraut og þá dásamlegu fegurð,

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.