Kirkjuritið - 01.12.1935, Blaðsíða 9
Kirkjuritið.
Helgi mannlífsins.
403
margt um kærleika og frið, vér sjáum hann gera að veru-
leika í lífi sínu alla þá fegurslu drauma og þær glæst-
ustu hugsjónir, sem mannkyn þessarar jarðstjörnu
hafði órað fyrir á undan koniu lians, þá dýru drauma,
sem mannkynið hefir síðan í nítján aldir verið að dreyma,
og aðeins fáir útvaldir hafa gelað sýnt brotasilfur af
í sínu lífi. Yér heyrum hann kenna um kærleik, frið og'
trú, en livaðan stafar þessi óviðjafnanlega ómdýpt liörpu
hans? Hví nær hann hærri tónum en allir hinir, sem
liörpu iífsins liafa slegið á vorri jörð? Það er fyrst og
fremst vegna þess, að hinn lieilagi sveinn, guðssonurinn,
átti dýpri sannfæring um órjúfanlega lielgi mannlegs lífs
en allir hinir, sem leiðtogar liafa viljað gerast. Hugsjónir
hans um lakmark mannlegra sálna eru öllum öðrum hug-
sjónum hærri, og þessa liugsjón liafði liann þrek til að
boða með hinni karlmannlegustu djörfung vegna þess,
að hann trúði, trúði því afdráttarlaust, að þrátt fyrir
sorga- og syndamistur, væri hver mannleg sál helgur
dómur, með hæfileika, að vísu óþroskaðan, en hæfileika
þó, til að lifa helgu lífi. Jólin eru heilög liátíð — fæð-
ingarhátíð hans, sem hefir hreinsað og lielgað mannlegt
líf, og' mun þó enn, síðar hreinsa það, lielga og hefja
það upp í langtum æðra veldi. En vegna alls þessa eru
jólin einnig hátíð í öðrum skilningi, þau eru hátíð hins
heilaga í mannlegum sálum, og það er ekki sízt vegna
l^essa, að þau hafa svo knýjandi boðskap að flytja vorri
kynslóð. Því að eitt af hinum greinilegustu hnignunar- og
sjúkdómseinkennum þessarar aldar er hið sívaxandi
virðingarleysi fyrir helgidómum mannlegra sálna, já
víða hinn fullkomnasti skortur á tilfinningunni fyrir
órjúfanlegri helgi mannlegs lífs. Vér erum — allflest
börn þessarar aldar — svo rótlaus í lífi voru, vér eig-
um mörg svo þróttlausa og lítilsiglda lífsskoðun, jafn-
vel þeir, sem annars telja sig i orði kveðnu afdráttar-
laust játa sannindi kristinnar trúar. Ef vér ættum fasl-
mótaða lífsskoðun Jesú Ivrists, þá værum vér ekki lengi
26*