Kirkjuritið - 01.12.1935, Blaðsíða 12

Kirkjuritið - 01.12.1935, Blaðsíða 12
406 Jón Auðuns: KirkjuritiS. að lierjast fyrir þeirri jólahugsjón, að virt séu þau heil- ögu verðmæti í sálum bræðra og systra lávarðarins i jötunni, sem ekki má saurga né ata, ef kynslóðirnar eiga ekki að farast. Mér líður ei úr lniga fordæmi hinnar lieilögu Klöru frá Assisi, sem stofnaði nunnureglu hins heilaga Franz. Á andlátsstundinni lofaði hún Guð fyrir ])á miklu náð hans, að liann hafði leyft henni að lifa. Þessi glæsilega og gáfaða tignarkona liafði fórnað auð og metorðum ættar sinnar og afneilað öllum þeim hé- góma, sem meðalmenskan sækisl eftir, langþreytt af sjúkdómum, deyjandi á hörðum bekk öreigi, klædd gróf- gerðum nunnukufli, lofar hún Guð fyrir þá náð lians, að hann liefði leyft henni að lifa. Þessi frábæra kona hafði, fyrir lestur lieilagrar Ritningar og dularsamband sitt við Krist, öðlast skilning á helgidómum sinnar eig'in sálar, og þessvegna gat hún fagnandi fórnað öllu lil að lifa fyrir þá eina og ekkert annað. Þessi heilögu verð- mæti hafði liún fyrst séð í persónu hins nýfædda manns- sonar, og síðan að boði hans fundið þau i sinni eigin sál. Með gleði fann liún, að hún var Guðs harn, með neista af eðli Guðs fólginn í dýpi hrjósts síns, og þess vegna varð líf hennar svo ósegjanlega fagurt. Sé ég missýnir, þegar mér virðist menning vorrar kvn- slóðar hera átakanlegan vott þess, að hana skorli mjög þessa háleitu tilfinning fyrir hinu heilaga i mannlegu lifi? Skjátlast mér, þegar mér sýnist sem virðingarleysið fyrir þessum verðmætum sé að magnast á sviði bók- mentanna og í lífsskoðun margra? Það kann að vera, það er ef til vill ekki óhugsandi, en mér skjátlast ekki og ekki sé ég heldur missýnir, þegar ég fullyrði, að mannleg' farsæld, gleði og gæfa er óhugsandi, nema mönnunum lærist að skilja, að þeir byrgja helga dóma sér i hrjósti og að í eðli sínu er líf þeirra heilagt undur, dýrlegasta kraftaverkið. En það er erfitt að fá þá til að koma auga á þetta, og af því stafar sársaukinn i hinum viturlegu orðum Snorra í Heimskringlu: „Alla liluti

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.